Erlent

Bjargað úr flóðinu eftir að hafa gert björgunarmönnum viðvart með því að banka í ofn

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá björgunaraðgerðum í Longyearbyen á Svalbarða.
Frá björgunaraðgerðum í Longyearbyen á Svalbarða. Vísir/EPA
Yfirvöld í nyrsta bæ veraldar, Longyearbyen á Svalbarða, telja sig hafa gengið úr skugga að allir íbúar séu heilir á húfi eftir að snjóflóð féll á bæinn rétt fyrir miðnætti að staðartíma síðastliðið föstudagskvöld.

Karlmaður á fimmtugsaldri lést í flóðinu og níu slösuðust, þar af fjögur börn sem flutt voru á spítala og eru þrjú þeirra sögð lífshættulega slösuð að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC

Flóðið féll úr fjallinu Sykurtoppnum.Vísir/EPA
Flóðið féll úr fjallinu Sykurtoppnum en íbúafjöldi bæjarins telur um 2000 manns. 

„Það er algjör glundroði hérna,“ sagði Kine Bakkeli við norska ríkisútvarpið NRK. Flóðið féll á hennar hús og náði hún að koma sér út úr húsinu í gegnum glugga. 

Annari konu var bjargað úr flóðinu eftir að hafa bankað á ofn til að gera björgunarsveitarmönnum viðvart.

BBC segir óveðrið á svæðinu síðastliðið föstudagskvöld hafa verið ansi slæm, vindhraði náði 95 kílómetrum á klukkustund, sem varð til þess að þak rifnaði af skóla bæjarins en það lenti á nærliggjandi íþróttavelli.

Flugvellinum var lokað í nokkra klukkutíma en var opnaður aftur síðdegis í gær. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×