Erlent

Hrakin á brott úr flokki forseta

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Mujuru og Mugabe þegar allt lék í lyndi
Mujuru og Mugabe þegar allt lék í lyndi vísir/afp
Joyce Mujuru, fyrrverandi varaforseti Simbabve, hefur verið rekin úr flokknum Zanu-PF, sem er flokkur forsetans Roberts Mugabe sem setið hefur á stóli forseta í 35 ár.

Mujuru þótti eitt sinn líkleg til að taka við stjórntaumum í landinu af Mugabe en lenti upp á kant við eiginkonu hans. Í desember var hún rekin úr embætti varaforseta og sökuð um að ætla að ráða forsetann af dögum. Grace, 49 ára eiginkona Mugabes, hefur tekið við flestum verkefnum Mujuru innan flokksins.


Tengdar fréttir

Losaði sig við varaforsetann

Forseti Zimbabwe hefur leyst varaforseta landsins undan störfum og hefur hana grunaða um að ætla að myrða sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×