Erlent

Eigandi námu þar sem sautján sitja fastir svipti sig lífi

Bjarki Ármannsson skrifar
Hveitiakur í grennd við námuna sem féll saman á jóladag.
Hveitiakur í grennd við námuna sem féll saman á jóladag. Vísir/Getty
Eigandi kínverskrar námu þar sem sautján námumenn hafa setið fastir í tvo daga svipti sig lífi í dag. Björgunarsveitir reyna enn að ná til námumannanna. 

Ekki liggur fyrir hvers vegna náman féll saman á föstudag, með þeim afleiðingum að einn lést. Björgunarsveitum tókst um helgina að ná sjö manns úr námunni, að því er kínverska ríkisfréttaveitan greinir frá, og reyna þær um þessar mundir að koma mat og vatni niður til þeirra sautján sem enn sitja fastir.

Ma Congbo, stjórnarformaður fyrirtækisins sem á námuna, framdi sjálfsmorð í morgun. Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna Congbo svipti sig lífi en yfirvöld í Kína hafa á undanförnum árum hert refsingar gagnvart vinnuveitendum sem gerast sekir um vanrækslu.

Kínverjar eiga langa sögu iðnaðarslysa að baki þó öryggisreglur hafi verið hertar mjög með þeim afleiðingum að fjöldi mannskæðra námuslysa hefur dregist saman frá árinu 2002, þegar um sjö þúsund námumenn létu lífið í vinnunni ár hvert. Í fyrra lést 931 námumaður í vinnuslysum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×