Erlent

ESB vill ódýrara drykkjarvatn á flugvöllum

Atli Ísleifsson skrifar
Mörgum blöskrar verð á vatnsflöskum á flugvöllum.
Mörgum blöskrar verð á vatnsflöskum á flugvöllum. Vísir/Getty
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vinnur nú að því að fá forsvarsmenn flugvalla í Evrópu til að lækka verð á drykkjarvatni í flöskum.

Flugfarþegum er bannað að koma með drykki með sér inn fyrir öryggisleitina og blöskrar mörgum verðið á vatnsflöskum. Þetta hefur nú fengið fulltrúa ESB til að bregðast við.

Þýska blaðið Welt am Sontag greinir frá því að framkvæmdastjórnin hafi tekið upp viðræður við forsvarsmenn stærstu flugvallanna í álfunni.

Violeta Bulc, sem fer með samgöngumál í framkvæmdastjórn ESB, segir að fulltrúar 126 flugvalla, sem halda utan um um 50 prósent flugumferðar í Evrópu, hafi sagst reiðubúnir að lækka verð og bjóða upp á vatnsflösku á eina evru í brottfararsölum sínum.

Bulc segir að markmiðið sé að allir flugvellir bjóði upp á sambærilegt verð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×