Erlent

Sóðarnir sektaðir

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Það kostar 42 þúsund krónur að fleygja frá sér sígarettustubb á götuna á Ítalíu.
Það kostar 42 þúsund krónur að fleygja frá sér sígarettustubb á götuna á Ítalíu. NORDICPHOTOS/GETTY
Þeir sem fleygja frá sér sígarettustubbum á götuna á Ítalíu geta átt von á sekt upp á 300 evrur eða sem samsvarar um 42 þúsundum íslenskra króna. Sekt fyrir að skyrpa út úr sér tyggigúmmíi eða fleygja öðru rusli getur numið um 20 þúsundum króna. Þetta er meðal þess sem lesa má í nýjum lögum sem ítalska þingið hefur samþykkt.

Jafnframt verða gerðar strangar kröfur til sveitarfélaga um að koma fyrir ílátum undir rusl og sígarettustubba á opinberum stöðum í landinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×