Erlent

Fyrsta líkið fundið í Shenzhen

Samúel Karl Ólason skrifar
Aurskriðan fór yfir 380 þúsund fermetra.
Aurskriðan fór yfir 380 þúsund fermetra. Vísir/EPA
Fjögur þúsund leitarmenn eru nú að störfum í Shenzhen-borg í Kína, þar sem gríðarlega stór aurskriða fór yfir 33 hús á sunnudaginn. Sjö manns hefur verið bjargað úr rústunum og búið er að finna eitt lík. 76 er enn saknað, en björgunarmenn hafa fundið vísbendingar um að fólk sitji fast í rústunum.

Skriðan fór af stað eftir að stór manngerður haugur af jarðvegi og byggingarúrgangi rann af stað í mikilli rigningu. Haugurinn lá í hlíð hóls og fór hóllinn með haugnum yfir iðnaðarhverfi í Shenzhen.

Björgunarmennirnir enbeita sér að sextán rústir húsa, þar sem eftirlifendur gætu setið fastir. Aurskriðan fór yfir 380 þúsund fermetra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×