Góða eiginkonan vakti viðbrögð sem komu mér skemmtilega á óvart Magnús Guðmundsson skrifar 28. febrúar 2015 14:00 "Þegar ég byrjaði að sýna þessar myndir þá blasti við feminískur stíll,“ segir María um myndirnar úr The Good Wife Guide-seríunni. María Elínardóttir stundar mastersnám í ljósmyndun við FAMU í Prag en hún lauk BA-gráðu frá sama skóla. Nýlega var María valin sem fulltrúi síns skóla til þess að taka þátt í alþjóðlegri sýningu þrettán skóla víðsvegar að úr Evrópu. Markmið sýningarinnar er að styrkja unga listamenn og koma þeim á framfæri. FAMU er ákaflega virtur skóli bæði á sviði ljósmyndunar og kvikmyndagerðar og segir María að námstíminn hafi verið ákaflega fjölbreyttur og auðvitað lærdómsríkur. „Námið í FAMU er svolítið öðruvísi því hér er enginn að taka brúðkaupsmyndir eða framleiða auglýsingar. Kennararnir eru allir listamenn svo dagskráin er nokkuð lífleg. Það er mikil áhersla lögð á listasögu og heimspeki, sem er ólíkt hefðbundnu ljósmyndanámi. Lokaprófin eru líka skelfileg, eftir hverja önn mætum við tólf manna dómnefnd og þurfum að verja allt sem við höfum gert á skólaárinu. Nú í lok námsins fór ég að einbeita mér að hugmyndafræðinni á bak við ljósmyndun og hvernig ég get nýtt tæknina til þess að koma skoðunum niður á blað eða í mynd. Í inntökuprófunum fyrir meistaranámið, lofaði ég dómnefndinni að gera allt öfugt við það sem ég er vön og það hefur borgað sig hingað til. Ég tók þátt í sex sýningum á síðasta ári, í Tékklandi, Slóvakíu og Slóveníu. Síðustu verkin mín hafa fengið svo frábærar móttökur að ég eiginlega skammast mín.“The Good Wife Guide 120 x 90 sm. Stafræn prentun. Ein af myndunum úr seríunni sem María Elínardóttir sýnir í París um helgina.Serían sem kom velgengni Maríu af stað heitir The Good Wife Guide og var lokaverkefni fyrra árs meistaranámsins. „Ég fann lista úr gömlu tímariti sem taldi upp ýmis dæmi um hvernig góð eiginkona ætti að haga sér og sendi hann á milli fólks, sem svo sagði mér hvað því fannst. Viðbrögðin voru bæði mjög alvarleg og hrikalega fyndin. Sem dæmi var ein reglan: Hafðu kvöldmatinn tilbúinn, hugsaðu fram í tímann, jafnvel kvöldinu áður. Ég ætlaði að reyna að sjá skoplegu hliðina á þessum gamla, úrelta lista fyrir góðar eiginkonur og gerði myndaseríu eftir því en það má kannski segja að þegar allar myndirnar voru prentaðar og komnar á vegginn í galleríinu, þá blasti svolítið feminískur stíll við. Góða eiginkonan vakti sterk og fjölbreytt viðbrögð sem kom mér skemmtilega á óvart.“ María var valin ein af bestu útskriftarnemum úr þrettán ljósmyndaskólum í Evrópu af Frönsku samtökunum, J-E-E-P, sem reyna að styrkja unga listamenn og koma þeim á framfæri. Hún er einmitt að sýna í París um helgina og verður aftur í Frakklandi í mars, þar sem hún tekur þátt í vinnustofu Magnum-ljósmyndarans Antoine d'Agata. „Ég veit eiginlega ekkert í hvað stefnir og er hálf feimin við þessa athygli en fjölskyldan er voða stolt og það er æðisleg tilfinning. Í síðustu viku hélt ég einkasýningu í Prag undir titlinum Guð blessi Ísland, þar sem ég gerði pínu grín að ástandinu á Íslandi eftir bankahrunið, en ég kenni eiginlega heimþránni um það verk. Fram undan er mikil vinna og ferðalög en fyrst og fremst ætla ég klára þetta nám. Mig langar alveg svakalega að komast heim til að halda sýningu, svo ég geti nú boðið ömmum mínum og öfum en hvort verður af því kemur bara í ljós.“ Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
María Elínardóttir stundar mastersnám í ljósmyndun við FAMU í Prag en hún lauk BA-gráðu frá sama skóla. Nýlega var María valin sem fulltrúi síns skóla til þess að taka þátt í alþjóðlegri sýningu þrettán skóla víðsvegar að úr Evrópu. Markmið sýningarinnar er að styrkja unga listamenn og koma þeim á framfæri. FAMU er ákaflega virtur skóli bæði á sviði ljósmyndunar og kvikmyndagerðar og segir María að námstíminn hafi verið ákaflega fjölbreyttur og auðvitað lærdómsríkur. „Námið í FAMU er svolítið öðruvísi því hér er enginn að taka brúðkaupsmyndir eða framleiða auglýsingar. Kennararnir eru allir listamenn svo dagskráin er nokkuð lífleg. Það er mikil áhersla lögð á listasögu og heimspeki, sem er ólíkt hefðbundnu ljósmyndanámi. Lokaprófin eru líka skelfileg, eftir hverja önn mætum við tólf manna dómnefnd og þurfum að verja allt sem við höfum gert á skólaárinu. Nú í lok námsins fór ég að einbeita mér að hugmyndafræðinni á bak við ljósmyndun og hvernig ég get nýtt tæknina til þess að koma skoðunum niður á blað eða í mynd. Í inntökuprófunum fyrir meistaranámið, lofaði ég dómnefndinni að gera allt öfugt við það sem ég er vön og það hefur borgað sig hingað til. Ég tók þátt í sex sýningum á síðasta ári, í Tékklandi, Slóvakíu og Slóveníu. Síðustu verkin mín hafa fengið svo frábærar móttökur að ég eiginlega skammast mín.“The Good Wife Guide 120 x 90 sm. Stafræn prentun. Ein af myndunum úr seríunni sem María Elínardóttir sýnir í París um helgina.Serían sem kom velgengni Maríu af stað heitir The Good Wife Guide og var lokaverkefni fyrra árs meistaranámsins. „Ég fann lista úr gömlu tímariti sem taldi upp ýmis dæmi um hvernig góð eiginkona ætti að haga sér og sendi hann á milli fólks, sem svo sagði mér hvað því fannst. Viðbrögðin voru bæði mjög alvarleg og hrikalega fyndin. Sem dæmi var ein reglan: Hafðu kvöldmatinn tilbúinn, hugsaðu fram í tímann, jafnvel kvöldinu áður. Ég ætlaði að reyna að sjá skoplegu hliðina á þessum gamla, úrelta lista fyrir góðar eiginkonur og gerði myndaseríu eftir því en það má kannski segja að þegar allar myndirnar voru prentaðar og komnar á vegginn í galleríinu, þá blasti svolítið feminískur stíll við. Góða eiginkonan vakti sterk og fjölbreytt viðbrögð sem kom mér skemmtilega á óvart.“ María var valin ein af bestu útskriftarnemum úr þrettán ljósmyndaskólum í Evrópu af Frönsku samtökunum, J-E-E-P, sem reyna að styrkja unga listamenn og koma þeim á framfæri. Hún er einmitt að sýna í París um helgina og verður aftur í Frakklandi í mars, þar sem hún tekur þátt í vinnustofu Magnum-ljósmyndarans Antoine d'Agata. „Ég veit eiginlega ekkert í hvað stefnir og er hálf feimin við þessa athygli en fjölskyldan er voða stolt og það er æðisleg tilfinning. Í síðustu viku hélt ég einkasýningu í Prag undir titlinum Guð blessi Ísland, þar sem ég gerði pínu grín að ástandinu á Íslandi eftir bankahrunið, en ég kenni eiginlega heimþránni um það verk. Fram undan er mikil vinna og ferðalög en fyrst og fremst ætla ég klára þetta nám. Mig langar alveg svakalega að komast heim til að halda sýningu, svo ég geti nú boðið ömmum mínum og öfum en hvort verður af því kemur bara í ljós.“
Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira