Menning

Litir eru óútreiknanlegt fyrirbæri

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
„Ef fólk vill ná heildarmynd af verkunum verður það að skoða þau frá öllum sjónarhornum,“ segir Eygló.
„Ef fólk vill ná heildarmynd af verkunum verður það að skoða þau frá öllum sjónarhornum,“ segir Eygló.
„Sýningin heitir Samsíða sjónarhorn. Á henni eru óhlutbundin verk á stöplum, vegg og gólfi,“ segir Eygló Harðardóttir listakona sem opnar sýningu í Týsgalleríi klukkan 17 í dag. Hún segir hreyfinguna sem skapast af áhorfendum í rýminu í raun hluta af upplifuninni.

„Ef fólk vill ná heildarmynd af verkunum verður það að skoða þau frá öllum sjónarhornum og ekkert eitt þeirra er réttara en annað,“ útskýrir hún og bætir við:

„Þegar maður vinnur með liti í svona flóknu samhengi þá gerist eitthvað nýtt því litir eru svo óútreiknanlegt fyrirbæri, meðal annars eftir birtu.“

Týsgallerí er opið frá fimmtudegi til laugardags frá 13 til 17.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×