Erlent

Efnahagsmálin ráða úrslitum

guðsteinn bjarnason skrifar
Isaac Herzog. Takist Natanjahú ekki að mynda stjórn tekur Herzog væntanlega við, en hann er leiðtogi Verkamannaflokksins sem genginn er í Síonistabandalagið með Tsipi Livni.
Isaac Herzog. Takist Natanjahú ekki að mynda stjórn tekur Herzog væntanlega við, en hann er leiðtogi Verkamannaflokksins sem genginn er í Síonistabandalagið með Tsipi Livni. fréttablaðið/EPA
Kosningabaráttan í Ísrael hefur ekki snúist um Palestínudeiluna nema að mjög óverulegu leyti. Ekki er að sjá að mikil stefnubreyting verði gagnvart Palestínu þótt stjórnarskipti verði.

Efnahagsmálin virðast frekar skipta kjósendur máli, ekki síst húsnæðismálin. Kosningaþátttakan árið 2013 var ekki nema 67 prósent, sem þykir lítið miðað við það sem almennt hefur tíðkast í ísraelskum kosningum. Stjórnmálaskýrendur spá því að hún verði aftur með dræmara móti.

Likud-flokki Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra er spáð 20 til 23 þingsætum á 120 manna þjóðþingi Ísraels. Síonistabandalagi þeirra Isaacs Herzog og Tzipis Livni er spáð 24 til 26 þingsætum.

Þótt Síonistabandalaginu sé spáð fleiri þingmönnum þyrftu liðsmenn þess, ekki síður en liðsmenn Likud-flokksins, vel á fjórða tug þingmanna úr öðrum flokkum til að geta myndað stjórn.

Ísraelar ganga að kjörborðinu í dag. Alls er ellefu flokkum og flokkabandalögum spáð mönnum á þing.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×