Erlent

Sex ára birta af sér nektarmynd

ingibjörg bára sveinsdóttir skrifar
Sífellt fleiri börn birta af sér nektarmyndir á samfélagsmiðlum.
Sífellt fleiri börn birta af sér nektarmyndir á samfélagsmiðlum. Nordicphotos/afp
Börn í Danmörku, þau yngstu sex ára, setja myndir og hreyfimyndir af sér á netið. Í sumum tilfellum er um kynferðislegt efni að ræða, hefur Kristilega Dagblaðið eftir ráðgjafanum Gitte Jakobsen hjá samtökunum Red Barnet. Hún segir mörg börn stofna aðgang á samfélagsmiðlum eins og Facebook og Instagram, jafnvel þótt aldurstakmarkið sé 13 ára.

Vitnað er í skýrslu Internet Watch Foundation í Bretlandi sem berjast gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum á netinu ásamt Microsoft. Þar segi að 17,5 prósent af 3.803 hreyfimyndum og myndum á netinu með kynferðislegu innihaldi sem rannsakaðar hafi verið séu gerð af börnum 15 ára og yngri. 7,5 prósent af 10 ára börnum og yngri. Sífellt fleiri börn birta slíkar myndir.

Langflestar myndanna eru af stúlkubörnum. Ein myndanna er af sjö ára stúlku sem afklæddi sig fyrir framan vefmyndavél fyrir óþekktan notanda á síðu þar sem fólk skiptist á hreyfimyndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×