Erlent

Þúsundir myrtar með eiturgasi

guðsteinn bjarnason skrifar
Fjöldamorða minnst. Leikarar í Erbil, höfuðstað Kúrdahéraðanna í Írak, flytja sýningu um fjöldamorðin í Halabja árið 1988, þegar fimm þúsund létu lífið.
Fjöldamorða minnst. Leikarar í Erbil, höfuðstað Kúrdahéraðanna í Írak, flytja sýningu um fjöldamorðin í Halabja árið 1988, þegar fimm þúsund létu lífið. nordicphotos/AFP
Kúrdar í norðanverðu Írak minntust þess í gær að 27 ár voru liðin frá fjöldamorðunum í borginni Halabja. Allt að fimm þúsund manns létu þar lífið þegar liðsmenn Saddams Hussein gerðu árás með eiturvopnum á íbúa borgarinnar.

Þúsundir manna til viðbótar létu lífið á næstu árum af völdum margvíslegra veikinda sem stöfuðu af eiturefnunum.

Þetta gerðist á síðustu vikum stríðsins milli Íraks og Írans. Íranar og Kúrdar höfðu nýverið náð Halabja úr höndum liðsmanna Saddams, en árásin varð til þess að Saddam náði bænum aftur á sitt vald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×