Erlent

Sjö daga þjóðarsorg í Singapúr

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Blóm, kort og orðsendingar hafa hlaðist upp á sjúkrahúsinu þar sem Lee Kuan Yew lést.
Blóm, kort og orðsendingar hafa hlaðist upp á sjúkrahúsinu þar sem Lee Kuan Yew lést. Nordicphotos/AFP
Íbúar í Singapúr syrgðu í gær Lee Kuan Yew, sem hefur verið forsætisráðherra landsins í 31 ár. Lee lést í gær, 91 árs gamall.

Hann hafði á valdatíð gjörbreytt Singapúr út ósköp venjulegri hafnarborg yfir í eitt af auðugustu ríkjum heims, miðað við höfðatölu. Þar búa um fimm milljónir manna á landsvæði sem er minna en Reykjanesskaginn.

Efnt hefur verið til sjö daga þjóðarsorgar í Singapúr. Helstu þjóðarleiðtogar heims hafa vottað Lee virðingu sína og sögðu hann hafa verið einn mikilvægasta þjóðhöfðingja síðustu áratuga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×