Erlent

Robert Downey Junior veitt uppreist æru

Höskuldur Kári Schram skrifar
Robert Downey Jr. var tekjuhæsti leikarinn í Hollywood árið 2014, þriðja árið í röð.
Robert Downey Jr. var tekjuhæsti leikarinn í Hollywood árið 2014, þriðja árið í röð. Vísir/Getty
Ríkisstjórinn í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur veitt kvikmyndaleikaranum Robert Downey Junior uppreist æru vegna brots á fíkniefnalögum.

Leikarinn var handtekinn árið 1996 en í bíl hans fundust fíkniefni og skotvopn. Hann var svo dæmdur í fangelsi árið 1999 fyrir að rjúfa skilorð en var sleppt ári síðar.

Ríkisstjórinn í Kaliforníu hefur veitt mörg hundruð manns uppreist æru á undanförnum árum en iðulega er það gert í kringum jólahátíðirnar.

Um er að ræða afbrotamenn sem hafa ekki gerst sekir um alvarlega glæpi og hafa ennfremur náð að umbreyta lífi sín til hins betra.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×