Ein aðalstjarnan í NFL-deildinni, Odell Beckham Jr., fagnaði aðeins of mikið er hann skoraði gegn San Francisco 49ers í nótt.
Beckham er vanur því að fagna með stæl er hann skorar snertimörk og á því varð engin breyting í nótt.
Strákurinn magnaði henti í léttan salsa-dans og gerði það vel. Kannski aðeins of vel því honum tókst að meiða sig í leiðinni.
Hann tognaði aftan í læri og þurfti að fara af velli. Beckham snéri aftur út á völlinn síðar en var augljóslega ekki heill heilsu.
Það er því óvíst í hversu góðu standi hann verður um næstu helgi.
Snertimarkið og dansinn má sjá hér.
