Erlent

Netanyahu búinn að mynda meirihluta

Atli Ísleifsson skrifar
Benjamin Netanyahu hefur gegnt embætti forsætisráðherra Ísraels frá árinu 2009. Hann var einnig forsætisráðherra á árunum 1996 til 1999.
Benjamin Netanyahu hefur gegnt embætti forsætisráðherra Ísraels frá árinu 2009. Hann var einnig forsætisráðherra á árunum 1996 til 1999. Vísir/AFP
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur tryggt sér nægilega mikinn stuðning á ísraelska þinginu til að mynda nýja samsteypustjórn. Talsmaður forsetaskrifstofu landsins greinir frá þessu.

Þingkosningar fóru fram í Ísrael á þriðjudaginn í síðustu viku.

Sex af þeim tíu flokkum sem náðu mönnum inn á þing styðja við bakið á nýrri stjórn Netanyahu. Þetta þýðir að 67 af 120 þingmönnum styðja nýja samsteypustjórn Netanyahu.

Likud-flokkur Netanyahu vann óvæntan sigur í þingkosningunum.


Tengdar fréttir

Gyðingar uggandi í Evrópu

Auknir fordómar í garð gyðinga hafa gert vart við sig víða í Evrópu undanfarið. Sumir þeirra telja réttast að fara að forða sér til Ísraels. Nýr sendiherra Ísraels á Íslandi segir að gera þurfi greinarmun á gyðingahatri og réttmætri gagnrýni á Ísraelsríki

Netanjahú fór með sigur af hólmi

Líkúd bandalagið, flokkur Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra Ísraels, sigraði þingkosningarnar sem fram fóru þar í landi í gær. Eftir að búið er að telja flest atkvæðin og virðist sem Líkúd hafi fengið 29 þingsæti á meðan helsti keppninauturinn, Síónista sambandið, hafi fengið 24 sæti. Jitsjak Hersog, formaður Síónista sambandsins viðurkenndi í morgun ósigur sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×