Erlent

Neita því að Mugabe hafi fallið

Samúel Karl Ólason skrifar
Mugabe í miðju falli.
Mugabe í miðju falli. Vísir/AP
Robert Mugabe, forseti Zimbabwe skrikaði fótur, þegar hann var að stíga niður af sviði í dag og við það féll hann í jörðina. Aðstoðarmenn hans hjálpuðu Mugabe þó á fætur og fylgdu honum að bíl sínum sem brunaði svo í burtu. Ljósmyndarar sem AP fréttaveitan hefur rætt við segjast hafa verið neyddir til að eyða myndum af atvikinu og stjórnvöld í Zimbabwe þverneita fyrir að forsetinn hafi fallið.

Á vef Aftenposten er haft eftir upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar að engar sannanir séu fyrir því að Mugabe hafi fallið.

„Það sem gerðist var að forsetanum skrikaði fótur á teppinu, þegar hann steig niður af sviðinu. Á einstakan hátt tókst honum þó að bjarga sér frá því að detta,“ segir Jonathan Moyo.

Fjölmargir aðilar hafa þó tekið myndir af Mugabe, sem ekki var eytt, þar sem óspart hefur verið gert grín að atvikinu. Á Twitter hafa fjölmargar grínmyndir verið birtar undir kassamerkinu #MugabeFalls.

Hér að neðan má sjá myndband af falli forsetans, sem stjórnað hefur Zimbabwe í rúm 30 ár, sem og tíst undir kassamerkinu #MugabeFalls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×