Er ekki kominn tími til að leggja IHF niður? 6. febrúar 2015 11:00 Pólverjar klappa fyrir serbnesku dómurunum sem hjálpuðu Katar í úrslit á HM. vísir/epa Christer Ahl, fyrrum formaður dómaranefndar IHF, vandar sínum gömlu félögum ekki kveðjurnar. „Þetta átti að vera mót þar sem fókusinn væri á bestu mönnunum og skemmtuninni sem svona móti fylgir. En að þessu sinni höfðu IHF og Katarar haft samráð á mörgum sviðum og fókusinn var því á málaliðunum í landsliði Katar. Þeir fengu oftar en ekki forgjöf og ósamræmi í dómgæslu réð á stundum úrslitum í þeirra leikjum,“ skrifar Ahl í pistli sem var birtur á dögunum. Hann gagnrýnir einnig að Katar hafi fengið að halda þetta mót yfir höfuð. Ahl segir reglur IHF líka vafasamar og þessar vafasömu reglur hafi Katar nýtt sér til þess að kaupa nýtt lið. Hann segir dómara frá Katar einnig hafa eyðilagt leiki á mótinu.Dómararnir eyðilögðu mikilvæga leiki „Þeir voru algjörlega vanhæfir og fengu að eyðileggja nokkra mikilvæga leiki. Til að mynda leik Brasilíu og Króatíu. Þar komu dómararnir í veg fyrir að Brasilía kæmist í átta liða úrslit,“ skrifar Ahl og gefur svo í skyn að yfirmaður dómaramála hlyti að hafa fengið skipanir að ofan að setja þessa dómara á leikinn. Eins og Kjartan Steinbach, forveri Ahl í starfi, kom inn á þegar Fréttablaðið ræddi við hann á dögunum, þá var engu líkara en dómararnir hefðu reynt að flauta Katar alla leið í úrslit mótsins. Ahl er á sama máli. „Það var engu líkara en það væri verið að reyna að ryðja veginn fyrir þá. Það var grunsamlegt að allir þeir dómarar sem hafa það orðspor að standa í lappirnar undir pressu fengu ekki að koma nálægt leikjum Katar í útsláttarkeppninni. Ekki eins sterkir dómarar dæmdu þá leiki og hlutlausir sáu að dómararnir höfðu mikið að gera með útkomu leikjanna. Fyrir vikið voru Austurríkismenn, Þjóðverjar og Pólverjar brjálaðir eftir leikina.“Christer Ahl.Er hægt að taka HM í handbolta alvarlega? Ahl talar í pistli sínum einnig um HM 2007 þar sem hann segir IHF hafa „skuldað“ Þjóðverjum gullverðlaun. Hann segir margt hafa verið gert til þess að hjálpa Þjóðverjum að fá gullið. Hann segist einnig hafa fengið hótanir eftir úrslitaleikinn á HM 2009 þar sem Frakkland vann Króatíu. Þá var honum hótað fyrir að setja dómara á leikinn sem væru þekktir fyrir að vera sanngjarnir og hlutlausir á leikinn. Ahl gagnrýnir einnig harkalega nýju línuna sem var sett upp í Katar en þá var leikmönnum kastað af velli fyrir litlar sem engar sakir. Þessar nýju áherslur voru kynntar fyrir liðunum degi fyrir mótið. „Svo virðist sem aðeins lið Katar hafi verið vel undirbúið fyrir þessar nýju áherslur enda var liðið tilbúið fyrir þær. Katar fékk líka fæstar refsingar á mótinu.“ Ahl segir mótið vera skrípaleik. Hvernig ákveðnar þjóðir, eins og Ísland og Þýskaland, fengu sæti, allt í kringum lið Katar og svo dómararnir og dómaraáherslurnar. „Það er ekki hægt annað en að hugsa hvort hægt sé að taka HM í handbolta alvarlega lengur. Kannski er kominn tími til að leggja þetta mót niður og láta sérsamböndin í álfunum sjá um mótin og undankeppni Ólympíuleikanna. Þá má líka hugsa hvort ekki sé kominn tími til að leggja IHF niður.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Kjartan Steinbach: Dómararnir hjálpuðu Katar í úrslit Fyrrverandi formaður dómaranefndar Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, segir að dómgæslan í leikjum Katar á heimsmeistaramótinu hafi verið heimamönnum í hag í útsláttarkeppninni. 3. febrúar 2015 07:30 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Fleiri fréttir Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Sjá meira
Christer Ahl, fyrrum formaður dómaranefndar IHF, vandar sínum gömlu félögum ekki kveðjurnar. „Þetta átti að vera mót þar sem fókusinn væri á bestu mönnunum og skemmtuninni sem svona móti fylgir. En að þessu sinni höfðu IHF og Katarar haft samráð á mörgum sviðum og fókusinn var því á málaliðunum í landsliði Katar. Þeir fengu oftar en ekki forgjöf og ósamræmi í dómgæslu réð á stundum úrslitum í þeirra leikjum,“ skrifar Ahl í pistli sem var birtur á dögunum. Hann gagnrýnir einnig að Katar hafi fengið að halda þetta mót yfir höfuð. Ahl segir reglur IHF líka vafasamar og þessar vafasömu reglur hafi Katar nýtt sér til þess að kaupa nýtt lið. Hann segir dómara frá Katar einnig hafa eyðilagt leiki á mótinu.Dómararnir eyðilögðu mikilvæga leiki „Þeir voru algjörlega vanhæfir og fengu að eyðileggja nokkra mikilvæga leiki. Til að mynda leik Brasilíu og Króatíu. Þar komu dómararnir í veg fyrir að Brasilía kæmist í átta liða úrslit,“ skrifar Ahl og gefur svo í skyn að yfirmaður dómaramála hlyti að hafa fengið skipanir að ofan að setja þessa dómara á leikinn. Eins og Kjartan Steinbach, forveri Ahl í starfi, kom inn á þegar Fréttablaðið ræddi við hann á dögunum, þá var engu líkara en dómararnir hefðu reynt að flauta Katar alla leið í úrslit mótsins. Ahl er á sama máli. „Það var engu líkara en það væri verið að reyna að ryðja veginn fyrir þá. Það var grunsamlegt að allir þeir dómarar sem hafa það orðspor að standa í lappirnar undir pressu fengu ekki að koma nálægt leikjum Katar í útsláttarkeppninni. Ekki eins sterkir dómarar dæmdu þá leiki og hlutlausir sáu að dómararnir höfðu mikið að gera með útkomu leikjanna. Fyrir vikið voru Austurríkismenn, Þjóðverjar og Pólverjar brjálaðir eftir leikina.“Christer Ahl.Er hægt að taka HM í handbolta alvarlega? Ahl talar í pistli sínum einnig um HM 2007 þar sem hann segir IHF hafa „skuldað“ Þjóðverjum gullverðlaun. Hann segir margt hafa verið gert til þess að hjálpa Þjóðverjum að fá gullið. Hann segist einnig hafa fengið hótanir eftir úrslitaleikinn á HM 2009 þar sem Frakkland vann Króatíu. Þá var honum hótað fyrir að setja dómara á leikinn sem væru þekktir fyrir að vera sanngjarnir og hlutlausir á leikinn. Ahl gagnrýnir einnig harkalega nýju línuna sem var sett upp í Katar en þá var leikmönnum kastað af velli fyrir litlar sem engar sakir. Þessar nýju áherslur voru kynntar fyrir liðunum degi fyrir mótið. „Svo virðist sem aðeins lið Katar hafi verið vel undirbúið fyrir þessar nýju áherslur enda var liðið tilbúið fyrir þær. Katar fékk líka fæstar refsingar á mótinu.“ Ahl segir mótið vera skrípaleik. Hvernig ákveðnar þjóðir, eins og Ísland og Þýskaland, fengu sæti, allt í kringum lið Katar og svo dómararnir og dómaraáherslurnar. „Það er ekki hægt annað en að hugsa hvort hægt sé að taka HM í handbolta alvarlega lengur. Kannski er kominn tími til að leggja þetta mót niður og láta sérsamböndin í álfunum sjá um mótin og undankeppni Ólympíuleikanna. Þá má líka hugsa hvort ekki sé kominn tími til að leggja IHF niður.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Kjartan Steinbach: Dómararnir hjálpuðu Katar í úrslit Fyrrverandi formaður dómaranefndar Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, segir að dómgæslan í leikjum Katar á heimsmeistaramótinu hafi verið heimamönnum í hag í útsláttarkeppninni. 3. febrúar 2015 07:30 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Fleiri fréttir Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Sjá meira
Kjartan Steinbach: Dómararnir hjálpuðu Katar í úrslit Fyrrverandi formaður dómaranefndar Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, segir að dómgæslan í leikjum Katar á heimsmeistaramótinu hafi verið heimamönnum í hag í útsláttarkeppninni. 3. febrúar 2015 07:30
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti