Erlent

Ísbirnir léku sér í snjó í tuttugu stiga hita

Samúel Karl Ólason skrifar
Ísbirnirnir KallukTatqiq and Chinook léku sér í snjó á dögunum, sem væri ekki frásögu færandi ef ekki hefði verið tuttugu stiga hiti. Velgjörðarmenn dýragarðsins í San Diego söfnuðu fyrir 26 tonnum af snjó sem komið var fyrir í búri þeirra. Þá var ýmiskonar góðmeti komið fyrir í snjónum, sem ísbirnirnir grófu eftir.

Svo virðist sem að birnirnir hafi skemmt sér vel.

„Þetta var einstakur dagur fyrir birnina og ég sá að þeir höfðu gaman af þessu,“ er haft eftir starfsmanni dýragarðsins á Youtubesíðu hans. „Það var frábært að sjá þá velta sér um í snjónum og sýna hvernig þeir haga sér í sínu eðlilega umhverfi.“

Björnunum þremur var bjargað þegar þeir voru ungir. Móðir tveggja þeirra var skotin til bana og sá þriðji fannst einn á gangi um götur borgar í Kanada.

Start your weekend with happy polar bears.

Posted by San Diego Zoo on Friday, December 18, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×