Erlent

Fjórir létu lífið í hnífaárás í Jerúsalem

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá vettvangi árásarinnar. Lögregluþjónar standa yfir líki eins árásarmannsins.
Frá vettvangi árásarinnar. Lögregluþjónar standa yfir líki eins árásarmannsins. Vísir/AFP
Tveir árásarmenn stungu Ísraelsmann til bana í Jerúsalem í dag. Báðir voru þeir skotnir til bana af lögreglu, en í skothríðinni lést annar almennur borgari. Á síðustu þremur mánuðum hafa tuttugu Ísraelar látið lífið í sambærilegum árásum auk eins manns frá Bandaríkjunum. Á sama tíma hafa minnst 72 palestínskir árásarmenn verði felldir af öryggissveitum.

Þar að auki hafa um 50 Palestínumenn látið lífið í átökum við öryggissveitir frá því í október.

Í frétt Reuters fréttaveitunnar segir að annar árásarmannanna hafi reynt að stinga annan mann, eftir að hann var skotinn af lögreglu. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá hvernig maður virðist vera að berja einn árásarmanninn með priki. Lögreglan segir að maðurinn hafi afvopnað árásarmanninn með prikinu.

Árásin átti sér stað fyrir utan veggi gömlu borgarinnar í Jerúsalem.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×