Erlent

Endurvekja aftökusveitir í Utah-ríki

Atli Ísleifsson skrifar
Ríkisstjórinn Gary Herbert segir að eitursprautan sé enn sú aðferð sem ákjósanlegust sé, en komi til vandræða þurfi menn að hafa aðra aðferði í bakhöndinni, eins og hann orðar það.
Ríkisstjórinn Gary Herbert segir að eitursprautan sé enn sú aðferð sem ákjósanlegust sé, en komi til vandræða þurfi menn að hafa aðra aðferði í bakhöndinni, eins og hann orðar það. Vísir/Getty
Ríkisstjóri Utah í Bandaríkjunum undirritaði í gær lög sem heimila að dauðadæmdir fangar í ríkinu verði teknir af lífi með aftökusveit, þegar eitursprauta er ekki í boði. BBC greinir frá þessu.

Utah er þar með eina ríkið sem beitir þeirri aftökuaðferð í öllum Bandaríkjunum en mörg ríki sem notast við eitursprautur, þar á meðal Utah, hafa lent í vandræðum undanfarin misseri við að útvega réttu eiturefnin í sprauturnar vegna andstöðu lyfjafyrirtækja við að framleiða þau.

Ríkisstjórinn Gary Herbert segir að eitursprautan sé enn sú aðferð sem ákjósanlegust sé, en komi til vandræða þurfi menn að hafa aðra aðferði í bakhöndinni, eins og hann orðar það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×