Erlent

Netanjahú segist sjá eftir ummælum um araba

Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. Vísir/EPA
Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í kosningabaráttunni þegar hann varaði við því að arabar væru að kjósa í miklu meira mæli en áður.

Þetta sagði hann í Facebook skilaboðum til stuðningsmanna sinna á kjördag og fullyrti að hægri stjórnin í landinu væri í hættu þar sem vinstri mennirnir hefðu fengið arabana til að mæta í hópum á kjörstað.

Því yrðu allir hægri menn að taka þátt, en arabar eru um 20 prósent íbúa Ísraels. Vinstra bandalagið sem Netanjahú var að tala um hefur þegar hafnað afsökunarbeiðninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×