Erlent

Handtóku foreldra sem vildu ekki bólusetja börn sín

Samúel Karl Ólason skrifar
Heilbrigðisstarfsmaður bólusetur börn nærri landamærum Pakistan og Afganistan.
Heilbrigðisstarfsmaður bólusetur börn nærri landamærum Pakistan og Afganistan. Vísir/EPA
Hundruð foreldra voru handtekin í Norðvestur Pakistan um helgina fyrir að ógna öryggi almennings og neita að bólusetja börn sín gegn lömunarveiki. Foreldrar sluppu við handtöku með því að láta bólusetja börn sín.

Talsmaður stjórnvalda, segir AP fréttaveitunni að 471 hafi verið handtekinn í Peshawar héraði. Fólk hefur áður verið handtekið fyrir að neita að bólusetja börn sín en aldrei á þessum skala.

„Þetta er í fyrsta sinn sem að farið er í svo róttækar aðgerðir,“ segir Feroz Shah. „Þetta sýnir hve ákveðin stjórnvöld Pakistan eru í því að útrýma lömunarveiki.“

Öryggi heilbrigðisstarfsmanna hefur verið hert.Vísir/EPA
Flest tilfell lömunarveiki á heimsvísu koma upp í Pakistan og er veikin algengar á vissum svæðum landsins. Þar hafa Talíbanar bannað bólusetningar og ráðist á heilbrigðisstarfsmenn. Margir Pakistanar hafa lýst yfir áhyggjum af bólusetningum og segja þær gera börn sín ófrjó.

Stjórnvöld hafa nú aukið öryggisgæslu heilbrigðisstarfsmanna og í janúar var ráðist í gífurlegt bólusetningarátak. Þá voru um 35 milljón börn bólusett, en sambærilegar aðgerðir á mun minni skala eru algengar í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×