Bræður okkar ljónshjarta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. júní 2016 06:00 Aron Einar Gunnarsson fagnaði gríðarlega í leikslok þegar ljóst var að Íslandi hafði sent enska landsliðið heim af Evrópumótinu í Frakklandi. Vísir/Vilhelm Þegar leikurinn í Nice var flautaður af og sigur Íslands á Englandi í 16-liða úrslitum staðreynd sameinaðist íslenska þjóðin í fögnuði. Strákarnir okkar, hetjurnar okkar, þyrptust að horni vallarins þar sem stuðningsmenn Íslands stóðu. Það voru ósjálfráð viðbrögð allra, bæði leikmanna inni á vellinum, leikmanna og starfsmanna á bekknum. Það var stund sem nær ef til vill einna besta að lýsa þýðingu stundarinnar. Íslandi tókst að leggja England að velli á stórmóti, og það í útsláttarkeppni. Fögnuðurinn var innilegur og ósvikinn, og verðskuldaður. Það þurfti engin brögð til að vinna leikinn. Ekki að hanga á núlli í 120 mínútur og vinna svo í vítaspyrnukeppni. Ekki að múra fyrir markið og vona að andstæðingurinn næði ekki að skora. Ekkert slíkt. Það sem íslenska landsliðið sýndi var frammistaða á heimsmælikvarða. Það spilaði svo vel að það átti skilið að vinna leikinn.Ísland átti strax svar Það sem gerir sigurinn ef til vill enn merkari er sú staðreynd að Ísland lenti undir strax á fjórðu mínútu, er Wayne Rooney skoraði úr vítaspyrnu sem var dæmd á Hannes Þór Halldórsson fyrir að brjóta á Raheem Sterling. En okkar menn áttu umsvifalaust svar. Eftir langt innkast frá Aroni Einari Gunnarssyni skallaði Kári Árnason boltann á Ragnar Sigurðsson sem skoraði af stuttu færi. Englendingar ætluðu ekki að trúa eigin augum. Hvað þá þegar íslenska liðið, sem hefur á svo löngum köflum átt svo erfitt með að byggja upp sóknir á mótinu, náði eftir afar fallegt samspil að komast yfir. Jón Daði Böðvarsson lagði boltann fyrir Kolbein Sigþórsson, sem skoraði með góðu skoti. Þeir ensku áttu vissulegar sínar sóknir og sín færi. En okkar menn fengu betri færi til að skora, allra helst Ragnar sem átti bakfallsspyrnu við markteiginn sem Joe Hart var stálheppinn að fá í sig. Aron Einar og Birkir Már komu sér einnig í góð færi, sem segir sitt um styrkleika íslensku sóknarinnar í gær.Kolbeinn Sigþórsson fagnar sigurmarki sínu.Vísir/VilhelmÞað besta frá upphafi Ragnar átti nánast fullkominn leik í íslensku vörninni. Og hann var rólegur og yfirvegaður á blaðamannafundinum eftir leik og sagði að hann hafi í raun aldrei haft áhyggjur af sóknarleik enska liðsins. „Eina færið sem ég man eftir var þegar [Harry] Kane fékk boltann á fjær og skallaði á Hannes. En annars voru þetta bara fyrirgjafir sem við komum í burtu, langskot sem fóru framhjá eða skot sem Hannes tók.“ Heimir Hallgrímsson lofaði frammistöðu Ragnars eftir leikinn. Landsliðsþjálfararnir hafa farið sparlega með lof um frammistöðu einstakra leikmanna heldur hafa þeir frekar lagt áherslu á samheldni og liðsheild. „Þetta er sennilega besta frammistaða sem miðvörður hefur sýnt í íslenska landsliðinu,“ sagði Heimir og komst ekki hjá því að lofa frammistöðu Ragnars. Hápunktur frammistöðu hans og eitt mikilvægasta augnablik leiksins var þegar hann hirti boltann af Jamie Vardy, sem var sloppinn í gegn, með fullkominni tæklingu.Aron Einar stýrir stúkunni eftir leik.Vísir/VilhelmGleði heillar þjóðar Fyrir leik var fullyrt af enskum fjölmiðlamönnum að tap fyrir Íslandi yrði það vandræðalegasta í sögu enska landsliðsins, í það minnsta kosti síðan að England tapaði fyrir Bandaríkjunum á HM 1950. Tapið kostaði landsliðsþjálfarann, Roy Hogdson, starfið en hann tilkynnti afsögn sína strax eftir leik. Íslenska landsliðið er löngu búið að vekja heimsathygli fyrir framgöngu sína síðustu vikur og misseri. Og nú settu okkar menn heimaland knattspyrnunnar á hliðina ofan á allt annað. En öllu öðru fremur er afrek strákanna slíkt að ekki er hægt að líta fram hjá því sem einu af allra stærstu augnablikum þjóðarinnar, ekki bara í heimi íþróttanna heldur fyrir íslenskt samfélag. Íslenska þjóðin samgladdist á einu augnabliki þegar knattspyrnudómari flautaði til leiksloka áleikvanginum Nice í gær. Leikmenn hlupu til stuðningsmanna til að deila gleðinni með þeim. Því sigurinn er ekki aðeins leikmannanna, hann er okkar allra. Virði slíks augnabliks er ómetanlegt fyrir þjóð. Næst bíður Frakkland í 8-liða úrslitum. Gestgjafarnir á sjálfum þjóðarleikvanginum, Stade de France. Með leiknum í gær sýndu leikmenn að þeir eru með ljónshjarta og fyrir þá er ekkert fjall ókleift. Það ættu Frakkarnir að óttast helst nú. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Elmar: Fáranlegasta Disney mynd hefði ekki getað skrifað þetta Theódór Elmar Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins, segir að fáranlegasta Disney-mynd hefði ekki getað skrifað þetta handrit sem íslenska landsliðið er að lenda í á EM. 27. júní 2016 22:39 Aron Einar: Að leiða þetta lið út er ólýsanlegt Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, segir að það hafi ekki munað miklu að hann hefði farið af velli í hálfleik vegna meiðsla þegar Ísland sigraði England með tveimur mörkum gegn einu. 27. júní 2016 22:18 „Cod help us“ | Sjáðu fyrirsagnir ensku blaðanna Ensku blöðin fóru ófögrum orðum um sína menn eftir tapið gegn Englandi. 27. júní 2016 23:47 Gylfi: Stuðningurinn heldur okkur gangandi Gylfi Þór Sigurðsson lék sinn besta leik á EM 2016 þegar Ísland vann England með tveimur mörkum gegn einu í lokaleik 16-liða úrslitanna í Nice í kvöld. 27. júní 2016 22:21 Kolbeinn: Erum að spila fyrir þjóðina Kolbeinn Sigþórsson sagði tilfinnungina ólýsanlega þegar hann skoraði sigurmark Íslands gegn Englandi í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi í kvöld. 27. júní 2016 23:05 „Aldrei vekja mig frá þessum geggjaða draumi“: Svona lýsti Gummi Ben lokaandartökum leiksins Guðmundur Benediktsson er stór hluti af leikjum Íslands á EM 2016 en lýsingar hans á leikjum íslenska liðsins hafa farið sem eldur um sinu um netheima. 27. júní 2016 22:38 Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Sjáðu þrennu Karólínu Leu Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Sjá meira
Þegar leikurinn í Nice var flautaður af og sigur Íslands á Englandi í 16-liða úrslitum staðreynd sameinaðist íslenska þjóðin í fögnuði. Strákarnir okkar, hetjurnar okkar, þyrptust að horni vallarins þar sem stuðningsmenn Íslands stóðu. Það voru ósjálfráð viðbrögð allra, bæði leikmanna inni á vellinum, leikmanna og starfsmanna á bekknum. Það var stund sem nær ef til vill einna besta að lýsa þýðingu stundarinnar. Íslandi tókst að leggja England að velli á stórmóti, og það í útsláttarkeppni. Fögnuðurinn var innilegur og ósvikinn, og verðskuldaður. Það þurfti engin brögð til að vinna leikinn. Ekki að hanga á núlli í 120 mínútur og vinna svo í vítaspyrnukeppni. Ekki að múra fyrir markið og vona að andstæðingurinn næði ekki að skora. Ekkert slíkt. Það sem íslenska landsliðið sýndi var frammistaða á heimsmælikvarða. Það spilaði svo vel að það átti skilið að vinna leikinn.Ísland átti strax svar Það sem gerir sigurinn ef til vill enn merkari er sú staðreynd að Ísland lenti undir strax á fjórðu mínútu, er Wayne Rooney skoraði úr vítaspyrnu sem var dæmd á Hannes Þór Halldórsson fyrir að brjóta á Raheem Sterling. En okkar menn áttu umsvifalaust svar. Eftir langt innkast frá Aroni Einari Gunnarssyni skallaði Kári Árnason boltann á Ragnar Sigurðsson sem skoraði af stuttu færi. Englendingar ætluðu ekki að trúa eigin augum. Hvað þá þegar íslenska liðið, sem hefur á svo löngum köflum átt svo erfitt með að byggja upp sóknir á mótinu, náði eftir afar fallegt samspil að komast yfir. Jón Daði Böðvarsson lagði boltann fyrir Kolbein Sigþórsson, sem skoraði með góðu skoti. Þeir ensku áttu vissulegar sínar sóknir og sín færi. En okkar menn fengu betri færi til að skora, allra helst Ragnar sem átti bakfallsspyrnu við markteiginn sem Joe Hart var stálheppinn að fá í sig. Aron Einar og Birkir Már komu sér einnig í góð færi, sem segir sitt um styrkleika íslensku sóknarinnar í gær.Kolbeinn Sigþórsson fagnar sigurmarki sínu.Vísir/VilhelmÞað besta frá upphafi Ragnar átti nánast fullkominn leik í íslensku vörninni. Og hann var rólegur og yfirvegaður á blaðamannafundinum eftir leik og sagði að hann hafi í raun aldrei haft áhyggjur af sóknarleik enska liðsins. „Eina færið sem ég man eftir var þegar [Harry] Kane fékk boltann á fjær og skallaði á Hannes. En annars voru þetta bara fyrirgjafir sem við komum í burtu, langskot sem fóru framhjá eða skot sem Hannes tók.“ Heimir Hallgrímsson lofaði frammistöðu Ragnars eftir leikinn. Landsliðsþjálfararnir hafa farið sparlega með lof um frammistöðu einstakra leikmanna heldur hafa þeir frekar lagt áherslu á samheldni og liðsheild. „Þetta er sennilega besta frammistaða sem miðvörður hefur sýnt í íslenska landsliðinu,“ sagði Heimir og komst ekki hjá því að lofa frammistöðu Ragnars. Hápunktur frammistöðu hans og eitt mikilvægasta augnablik leiksins var þegar hann hirti boltann af Jamie Vardy, sem var sloppinn í gegn, með fullkominni tæklingu.Aron Einar stýrir stúkunni eftir leik.Vísir/VilhelmGleði heillar þjóðar Fyrir leik var fullyrt af enskum fjölmiðlamönnum að tap fyrir Íslandi yrði það vandræðalegasta í sögu enska landsliðsins, í það minnsta kosti síðan að England tapaði fyrir Bandaríkjunum á HM 1950. Tapið kostaði landsliðsþjálfarann, Roy Hogdson, starfið en hann tilkynnti afsögn sína strax eftir leik. Íslenska landsliðið er löngu búið að vekja heimsathygli fyrir framgöngu sína síðustu vikur og misseri. Og nú settu okkar menn heimaland knattspyrnunnar á hliðina ofan á allt annað. En öllu öðru fremur er afrek strákanna slíkt að ekki er hægt að líta fram hjá því sem einu af allra stærstu augnablikum þjóðarinnar, ekki bara í heimi íþróttanna heldur fyrir íslenskt samfélag. Íslenska þjóðin samgladdist á einu augnabliki þegar knattspyrnudómari flautaði til leiksloka áleikvanginum Nice í gær. Leikmenn hlupu til stuðningsmanna til að deila gleðinni með þeim. Því sigurinn er ekki aðeins leikmannanna, hann er okkar allra. Virði slíks augnabliks er ómetanlegt fyrir þjóð. Næst bíður Frakkland í 8-liða úrslitum. Gestgjafarnir á sjálfum þjóðarleikvanginum, Stade de France. Með leiknum í gær sýndu leikmenn að þeir eru með ljónshjarta og fyrir þá er ekkert fjall ókleift. Það ættu Frakkarnir að óttast helst nú.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Elmar: Fáranlegasta Disney mynd hefði ekki getað skrifað þetta Theódór Elmar Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins, segir að fáranlegasta Disney-mynd hefði ekki getað skrifað þetta handrit sem íslenska landsliðið er að lenda í á EM. 27. júní 2016 22:39 Aron Einar: Að leiða þetta lið út er ólýsanlegt Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, segir að það hafi ekki munað miklu að hann hefði farið af velli í hálfleik vegna meiðsla þegar Ísland sigraði England með tveimur mörkum gegn einu. 27. júní 2016 22:18 „Cod help us“ | Sjáðu fyrirsagnir ensku blaðanna Ensku blöðin fóru ófögrum orðum um sína menn eftir tapið gegn Englandi. 27. júní 2016 23:47 Gylfi: Stuðningurinn heldur okkur gangandi Gylfi Þór Sigurðsson lék sinn besta leik á EM 2016 þegar Ísland vann England með tveimur mörkum gegn einu í lokaleik 16-liða úrslitanna í Nice í kvöld. 27. júní 2016 22:21 Kolbeinn: Erum að spila fyrir þjóðina Kolbeinn Sigþórsson sagði tilfinnungina ólýsanlega þegar hann skoraði sigurmark Íslands gegn Englandi í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi í kvöld. 27. júní 2016 23:05 „Aldrei vekja mig frá þessum geggjaða draumi“: Svona lýsti Gummi Ben lokaandartökum leiksins Guðmundur Benediktsson er stór hluti af leikjum Íslands á EM 2016 en lýsingar hans á leikjum íslenska liðsins hafa farið sem eldur um sinu um netheima. 27. júní 2016 22:38 Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Sjáðu þrennu Karólínu Leu Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Sjá meira
Elmar: Fáranlegasta Disney mynd hefði ekki getað skrifað þetta Theódór Elmar Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins, segir að fáranlegasta Disney-mynd hefði ekki getað skrifað þetta handrit sem íslenska landsliðið er að lenda í á EM. 27. júní 2016 22:39
Aron Einar: Að leiða þetta lið út er ólýsanlegt Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, segir að það hafi ekki munað miklu að hann hefði farið af velli í hálfleik vegna meiðsla þegar Ísland sigraði England með tveimur mörkum gegn einu. 27. júní 2016 22:18
„Cod help us“ | Sjáðu fyrirsagnir ensku blaðanna Ensku blöðin fóru ófögrum orðum um sína menn eftir tapið gegn Englandi. 27. júní 2016 23:47
Gylfi: Stuðningurinn heldur okkur gangandi Gylfi Þór Sigurðsson lék sinn besta leik á EM 2016 þegar Ísland vann England með tveimur mörkum gegn einu í lokaleik 16-liða úrslitanna í Nice í kvöld. 27. júní 2016 22:21
Kolbeinn: Erum að spila fyrir þjóðina Kolbeinn Sigþórsson sagði tilfinnungina ólýsanlega þegar hann skoraði sigurmark Íslands gegn Englandi í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi í kvöld. 27. júní 2016 23:05
„Aldrei vekja mig frá þessum geggjaða draumi“: Svona lýsti Gummi Ben lokaandartökum leiksins Guðmundur Benediktsson er stór hluti af leikjum Íslands á EM 2016 en lýsingar hans á leikjum íslenska liðsins hafa farið sem eldur um sinu um netheima. 27. júní 2016 22:38
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti