Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er samkvæmt norskum fjölmiðlum á leið til norska úrvalsdeildarfélagsins Bodö/Glimt á lánssamningi fram á mitt sumar.
Hannes er að jafna sig eftir erfið meiðsli en hann fór úr axlarlið í haust á landsliðsæfingu. Hann er á mála hjá NEC Nijmegen í Hollandi en þar sem hinn ástralski Brad Jones aðalmarkvörður eftir að hann kom til félagsins í janúar.
Sjá einnig: Hannes Þór hefur ekki spilað síðan í október en er í rugluðu formi
Hannes þekkir vel til í Noregi eftir að hafa spilað með Sandnes Ulf og Brann þar í landi. Hann mun væntanlega nota tækifærið til að koma sér í leikform fyrir EM í fótbolta en Hannes hefur um árabil verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins.
Samkvæmt Avisa Nordland í Noregi er Hannes væntanlegur til Noregs í dag og mun samningurinn gilda til 17. júlí.
