Örlögin eru í okkar höndum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. september 2016 06:00 Svona vinnum við þá. Pedersen þjálfari fer yfir stöðuna með Jóni Arnóri Stefánssyni. vísir/ernir „Menn eru svolítið þreyttir en að verða tilbúnir í stóra leikinn hér heima,“ segir Craig Pedersen landsliðsþjálfari en Ísland spilar gríðarlega mikilvægan leik í Laugardalshöll í kvöld. Þá kemur Kýpur í heimsókn og íslenska liðið verður að vinna. Annars er draumurinn um EM dáinn. Þetta er næstsíðasti leikur íslenska liðsins í undankeppninni en lokaleikurinn er gegn Belgum um næstu helgi.Tekið á andlega Ástæðan fyrir því að Pedersen segir að menn séu þreyttir er sú staðreynd að liðið er nýkomið heim eftir langa dvöl erlendis. Þar spiluðu strákarnir þrjá leiki á útivelli og vannst sigur í einum leik. Það var gegn andstæðingum kvöldsins, Kýpverjum, en íslenska liðið vann með ellefu stiga mun, 75-64. „Tólf dagar á hóteli með lítið að gera getur tekið á menn andlega. Nú erum við komnir heim og getum hlaðið batteríin upp á nýtt. Við munum taka eitt skref í einu og aðeins hugsa um einn leik í einu. Örlögin eru enn í okkar höndum og þannig vill maður alltaf hafa það,“ segir Pedersen. Lokaleikurinn á ferðalaginu var gegn Sviss þar sem íslenska liðið olli sjálfu sér vonbrigðum með því að tapa, 83-80, eftir að hafa unnið leikinn heima, 88-72. Þar var augljós þreyta í liðinu en hvernig ætlar þjálfarinn að koma sínu liði í gang aftur?Hjálpar að hitta fjölskylduna „Það skiptir máli að vera kominn heim til sín og upp í sitt eigið rúm. Að vera í kringum fjölskyldur sínar og börn. Þessi hluti hjálpar strax mikið til. Svo var gott að taka stutta æfingu til þess að hrista skrekkinn úr mönnum. „Fyrir tveimur árum hefðum við kannski verið ánægðir með þessa ferð til Evrópu því það er mjög erfitt að fara í útileiki. Liðið hefur aftur á móti verið að ná árangri síðustu árin þannig að þessi niðurstaða var svolítil vonbrigði. Sviss hafði mikið að sanna eftir að hafa tapað fyrir Kýpur og þeir léku af miklum krafti.“grafík/fréttablaðiðVantar smá aukakraft Svo gæti farið að það dugi íslenska liðinu að vinna leikinn gegn Kýpur til þess að komast á Eurobasket eins og EM í körfubolta er kallað. Pedersen er ekkert að missa sig í einhverjum reikningskúnstum. Það bíða tveir leikir og þá á að vinna. En hvernig? „Við reynum að einbeita okkur að einum leik í einu. Við þurfum í raun að spila eins og við gerðum á æfingunni í dag. Af miklum krafti og með mikilli einbeitingu. Við höfum verið að finna lausnir í sókninni en okkur vantar smá aukakraft og samheldni í varnarleiknum. Kýpur er með gott og skipulagt lið. Við verðum að afgreiða þann leik af fagmennsku áður en við horfum lengra.“Lykilmenn í meiðslum Það er ekki að vinna með íslenska liðinu að tveir lykilmenn eru að glíma við meiðsli. Haukur Helgi Pálsson tognaði í baki í leiknum gegn Sviss en mun spila í kvöld. Jón Arnór Stefánsson missti af tveim fyrstu leikjunum úti en spilaði sárþjáður gegn Sviss. Hann spilaði þá í 25 mínútur en skoraði aðeins 2 stig og var augljóslega ekki í standi. „Ég hef lítið getað beitt mér út af hnénu. Er með þessa bölvuðu verki alltaf og hnéð er ekki í góðu standi. Það sást langar leiðir í síðasta leik að ég er ekki í nógu góðu standi. Vonandi næ ég að koma mér betur inn í þetta svo ég sé ekki að halda aftur af mönnum í leiknum,“ sagði Jón Arnór svekktur en hann hefur þó verið að æfa. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 20.15. EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
„Menn eru svolítið þreyttir en að verða tilbúnir í stóra leikinn hér heima,“ segir Craig Pedersen landsliðsþjálfari en Ísland spilar gríðarlega mikilvægan leik í Laugardalshöll í kvöld. Þá kemur Kýpur í heimsókn og íslenska liðið verður að vinna. Annars er draumurinn um EM dáinn. Þetta er næstsíðasti leikur íslenska liðsins í undankeppninni en lokaleikurinn er gegn Belgum um næstu helgi.Tekið á andlega Ástæðan fyrir því að Pedersen segir að menn séu þreyttir er sú staðreynd að liðið er nýkomið heim eftir langa dvöl erlendis. Þar spiluðu strákarnir þrjá leiki á útivelli og vannst sigur í einum leik. Það var gegn andstæðingum kvöldsins, Kýpverjum, en íslenska liðið vann með ellefu stiga mun, 75-64. „Tólf dagar á hóteli með lítið að gera getur tekið á menn andlega. Nú erum við komnir heim og getum hlaðið batteríin upp á nýtt. Við munum taka eitt skref í einu og aðeins hugsa um einn leik í einu. Örlögin eru enn í okkar höndum og þannig vill maður alltaf hafa það,“ segir Pedersen. Lokaleikurinn á ferðalaginu var gegn Sviss þar sem íslenska liðið olli sjálfu sér vonbrigðum með því að tapa, 83-80, eftir að hafa unnið leikinn heima, 88-72. Þar var augljós þreyta í liðinu en hvernig ætlar þjálfarinn að koma sínu liði í gang aftur?Hjálpar að hitta fjölskylduna „Það skiptir máli að vera kominn heim til sín og upp í sitt eigið rúm. Að vera í kringum fjölskyldur sínar og börn. Þessi hluti hjálpar strax mikið til. Svo var gott að taka stutta æfingu til þess að hrista skrekkinn úr mönnum. „Fyrir tveimur árum hefðum við kannski verið ánægðir með þessa ferð til Evrópu því það er mjög erfitt að fara í útileiki. Liðið hefur aftur á móti verið að ná árangri síðustu árin þannig að þessi niðurstaða var svolítil vonbrigði. Sviss hafði mikið að sanna eftir að hafa tapað fyrir Kýpur og þeir léku af miklum krafti.“grafík/fréttablaðiðVantar smá aukakraft Svo gæti farið að það dugi íslenska liðinu að vinna leikinn gegn Kýpur til þess að komast á Eurobasket eins og EM í körfubolta er kallað. Pedersen er ekkert að missa sig í einhverjum reikningskúnstum. Það bíða tveir leikir og þá á að vinna. En hvernig? „Við reynum að einbeita okkur að einum leik í einu. Við þurfum í raun að spila eins og við gerðum á æfingunni í dag. Af miklum krafti og með mikilli einbeitingu. Við höfum verið að finna lausnir í sókninni en okkur vantar smá aukakraft og samheldni í varnarleiknum. Kýpur er með gott og skipulagt lið. Við verðum að afgreiða þann leik af fagmennsku áður en við horfum lengra.“Lykilmenn í meiðslum Það er ekki að vinna með íslenska liðinu að tveir lykilmenn eru að glíma við meiðsli. Haukur Helgi Pálsson tognaði í baki í leiknum gegn Sviss en mun spila í kvöld. Jón Arnór Stefánsson missti af tveim fyrstu leikjunum úti en spilaði sárþjáður gegn Sviss. Hann spilaði þá í 25 mínútur en skoraði aðeins 2 stig og var augljóslega ekki í standi. „Ég hef lítið getað beitt mér út af hnénu. Er með þessa bölvuðu verki alltaf og hnéð er ekki í góðu standi. Það sást langar leiðir í síðasta leik að ég er ekki í nógu góðu standi. Vonandi næ ég að koma mér betur inn í þetta svo ég sé ekki að halda aftur af mönnum í leiknum,“ sagði Jón Arnór svekktur en hann hefur þó verið að æfa. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 20.15.
EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti