Gaman að pæla í mörgu sem fyrir augu ber Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. janúar 2016 10:30 Halldór Björn og Tumi við eitt af verkum Tuma á sýningunni. Vísir/Anton Brink Við vildum líta út fyrir landsteinana en þó ekki lengra en til gömlu góðu Norður-Evrópu,“ segir Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands, um val listafólks á fyrstu sýningu ársins, Kvartett, þeirra Gauthiers Hubert, Chantal Joffe, Jockums Nordström og Tuma Magnússonar. „Það sem einkennir fólkið í þessum kvartett er að það er meðvitað um myndlistarsöguna og ekkert feimið við að sækja í hana. Það fer frjálslega í að skoða gömul verk og vinna út frá þeim, sýnir jafnvel hvernig módel frá miðöldum liti út í dag ef það lifði enn,“ segir Halldór Björn. Hann upplýsir að Hubert og Tumi sæki meira að segja í sama meistarann, hinn flæmska Hans Holbein sem var hirðmálari Hinriks konungs VIII á 16. öld. „Tumi stúderaði eitt frægasta verk Holbeins sem heitir Ambassadorarnir og er af tveimur mönnum sem sitja á bekk en fyrir framan þá flýtur undarlegur diskur með teygðri hauskúpu á. Tumi gerir tölvugrafík á límfólíur og getur stækkað, minnkað, teygt og togað myndirnar,“ lýsir Halldór Björn og segir Tuma skipa sér í Sal 2 og gangana í safninu og svo flæði hann inn á sýningu hinna þriggja. Allt sé skemmtilega upp sett. „Hubert tekur svo fræga teikningu eftir Holbein, hún er af 15 ára stúlku sem leiðist greinilega að sitja fyrir en Hubert málar hana eins og hún gæti litið út í dag, ansi hreint hrörlega, enda væri hún orðin yfir fimm hundruð ára gömul. Eins tekur hann nokkrar fyrirsætur frá Picasso og leyfir þeim að eldast,“ segir Halldór Björn. Myndir hinnar bresku Chantal Joffe ríma vel við verk hinna að sögn Halldórs Björns. „Hún málar formálalaust sjálfa sig og sína nánustu og gæðir þær persónur ótrúlegu lífi með augnsvipnum. Maður stendur fyrir framan þetta fólk og það lifnar,“ segir hann sannfærandi og telur Joffe sækja í hina löngu mannamyndahefð Englands. „Shakespeare hefði ekki getað gert helminginn af sínum leikritum hefði hann ekki farið aftur og fram í sögunni, tekið frægar persónur og gert þær allt öðruvísi en þær voru upphaflega,“ bendir hann á. Þá er komið að Nordström hinum sænska. Sá sló í gegn um aldamótin þegar hann fór að sýna í New York. „Nordström er nærri evrópskri alþýðuhefð í myndlist,“ segir Halldór Björn. „Hann teiknar, klippir út og málar líka með vatnslitum. Verkin hans eru eins og myndasögur og er ótrúlega skemmtilegt hvernig hann bregður upp mynd af borgarlegu, velmegandi sænsku samfélagi, sem undir niðri kraumar af skrítnum og erótískum smáatriðum.“ Fólk er í aðalhlutverkum hjá öllum þessum listamönnum og myndirnar fígúratívar, að sögn Halldórs Björns sem hefur greinilega valið þetta allt saman af kostgæfni. „Kvartettinn er þannig að Huber er eins og fyrsti kaflinn, síðan koma hin koll af kolli,“ segir hann. En þarf fólk ekki að kunna listasöguna til að njóta sýningarinnar, fyrst listafólkið sækir svona mikið til fortíðarinnar? „Nei,“ fullyrðir safnstjórinn. „Allt eru þetta verk sem standa alveg fyrir sínu hvort sem fólk tengir þau sögunni eða ekki. En ef dulinn fræðimaður er í áhorfandanum getur hann grafið ýmislegt upp því það er gaman að pæla í mörgu sem fyrir augu ber. En þetta eru svo góðir listamenn að það er hægt að njóta verkanna eins og þau koma af kúnni.“ Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Við vildum líta út fyrir landsteinana en þó ekki lengra en til gömlu góðu Norður-Evrópu,“ segir Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands, um val listafólks á fyrstu sýningu ársins, Kvartett, þeirra Gauthiers Hubert, Chantal Joffe, Jockums Nordström og Tuma Magnússonar. „Það sem einkennir fólkið í þessum kvartett er að það er meðvitað um myndlistarsöguna og ekkert feimið við að sækja í hana. Það fer frjálslega í að skoða gömul verk og vinna út frá þeim, sýnir jafnvel hvernig módel frá miðöldum liti út í dag ef það lifði enn,“ segir Halldór Björn. Hann upplýsir að Hubert og Tumi sæki meira að segja í sama meistarann, hinn flæmska Hans Holbein sem var hirðmálari Hinriks konungs VIII á 16. öld. „Tumi stúderaði eitt frægasta verk Holbeins sem heitir Ambassadorarnir og er af tveimur mönnum sem sitja á bekk en fyrir framan þá flýtur undarlegur diskur með teygðri hauskúpu á. Tumi gerir tölvugrafík á límfólíur og getur stækkað, minnkað, teygt og togað myndirnar,“ lýsir Halldór Björn og segir Tuma skipa sér í Sal 2 og gangana í safninu og svo flæði hann inn á sýningu hinna þriggja. Allt sé skemmtilega upp sett. „Hubert tekur svo fræga teikningu eftir Holbein, hún er af 15 ára stúlku sem leiðist greinilega að sitja fyrir en Hubert málar hana eins og hún gæti litið út í dag, ansi hreint hrörlega, enda væri hún orðin yfir fimm hundruð ára gömul. Eins tekur hann nokkrar fyrirsætur frá Picasso og leyfir þeim að eldast,“ segir Halldór Björn. Myndir hinnar bresku Chantal Joffe ríma vel við verk hinna að sögn Halldórs Björns. „Hún málar formálalaust sjálfa sig og sína nánustu og gæðir þær persónur ótrúlegu lífi með augnsvipnum. Maður stendur fyrir framan þetta fólk og það lifnar,“ segir hann sannfærandi og telur Joffe sækja í hina löngu mannamyndahefð Englands. „Shakespeare hefði ekki getað gert helminginn af sínum leikritum hefði hann ekki farið aftur og fram í sögunni, tekið frægar persónur og gert þær allt öðruvísi en þær voru upphaflega,“ bendir hann á. Þá er komið að Nordström hinum sænska. Sá sló í gegn um aldamótin þegar hann fór að sýna í New York. „Nordström er nærri evrópskri alþýðuhefð í myndlist,“ segir Halldór Björn. „Hann teiknar, klippir út og málar líka með vatnslitum. Verkin hans eru eins og myndasögur og er ótrúlega skemmtilegt hvernig hann bregður upp mynd af borgarlegu, velmegandi sænsku samfélagi, sem undir niðri kraumar af skrítnum og erótískum smáatriðum.“ Fólk er í aðalhlutverkum hjá öllum þessum listamönnum og myndirnar fígúratívar, að sögn Halldórs Björns sem hefur greinilega valið þetta allt saman af kostgæfni. „Kvartettinn er þannig að Huber er eins og fyrsti kaflinn, síðan koma hin koll af kolli,“ segir hann. En þarf fólk ekki að kunna listasöguna til að njóta sýningarinnar, fyrst listafólkið sækir svona mikið til fortíðarinnar? „Nei,“ fullyrðir safnstjórinn. „Allt eru þetta verk sem standa alveg fyrir sínu hvort sem fólk tengir þau sögunni eða ekki. En ef dulinn fræðimaður er í áhorfandanum getur hann grafið ýmislegt upp því það er gaman að pæla í mörgu sem fyrir augu ber. En þetta eru svo góðir listamenn að það er hægt að njóta verkanna eins og þau koma af kúnni.“
Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira