Fótbolti

Ramires farinn til Kína

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ramires í leik með Chelsea.
Ramires í leik með Chelsea. vísir/getty
Sama dag og Jiangsu Suning missti Viðar Örn Kjartansson opnaði félagið veskið og keypti Brasilíumanninn Ramires frá Chelsea.

Jiangsu greiddi Chelsea litlar 25 milljónir punda fyrir miðjumanninn og greinilega enginn skortur á peningum hjá félaginu.

Ramires, sem er 28 ára, skrifaði undir fjögurra ára samning við félagið. Hann hefur aðeins verið í byrjunarliði Chelsea í sjö leikjm í vetur.

Ramires spilaði 251 leik fyrir Chelsea og skoraði í þeim 34 mörk. Hann kom til félagsins frá Benfica árið 2010.

Hann mun væntanlega spila með Sölva Geir Ottesen hjá Jiangsu fari svo að Sölvi verði þar áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×