Vilja að Heilbrigðiseftirlitið rannsaki dekkjakurl á gervigrasvöllum
Það eru samtökin Nýjan völl án tafar - Öll dekkjakurl til grafar og Heimili og skóli - landssamtök foreldra sem óska eftir því að Heilbrigðiseftirlitið kanni hvort að Reykjavíkurborg hafi farið eftir svokallaðri REACH-reglugerð þar sem kveðið er á um takmarkanir á því er varðar framleiðslu, markaðssetningu og notkun tiltekinna hættulegra efna, efnablanda og hluta.
Sjá einnig: Krefja borgina um hættulaust kurl á gervigrasvellina án tafar
Í bréfi sem samtökin hafa sent Heilbrigðiseftirlitinu kemur fram að óttast sé að Reykjavíkurborg hafi keypt, flutt inn og notað gúmmíkurl sem ekki uppfylli reglugerðina sem um ræðir en vísbendingar eru uppi um að kurlið innihaldi krabbameinsvaldandi efni.
Vilja samtökin því að Heilbrigðiseftirlitið rannsaki hvort að Reykjavíkurborg hafi brotið reglugerðina með notkun á dekkjakurli á gervigrasvöllum. Reynist það rétt krefjast samtökin að dekkjakurlið verði gert upptækt og að því verði eytt.
Sjá einnig: Foreldrar í Háaleiti segja hverfið greinilega ekki ætlað börnum
Stutt er síðan Reykjavíkurborg lagði fram áætlun um endurnýjun gúmmíkurls á gervigrasvöllum borgarinnar en eru foreldrar margir hverjir ósáttir við ákvörðun borgarinnar um að skipta dekkjakurli á gervigrasvöllum ekki alfarið út í ár.
Önnur sveitarfélög hafa þegar brugðist við málinu. Í Kópavogi var lögð fram áætlun í október í fyrra og hafist hefur verið handa við að endurnýja gervigrasvelli í Fífunni og sparkvelli við Lindaskóla með nýju gúmmíi. Þá verður lagt nýtt gervigras í Risanum í Hafnarfirði og sömuleiðis á Seltjarnarnesi en til stendur að hefja framkvæmdir í apríl. Þá hefur jafnframt verið lögð fram áætlun í
Tengdar fréttir
Foreldrar ósáttir við að dekkjakurl verði ekki alfarið fjarlægt í ár
Vísbendingar eru um að kurlið innihaldi krabbameinsvaldandi efni.
Krefja borgina um hættulaust kurl á gervigrasvellina án tafar
„Ef við getum ekki breytt þessu, þá er ekki hægt að breyta neinu,“ segir Freyr Hermannsson foreldri í Reykjavík, sem vill að börnin fái að njóta vafans.
Endurnýjun kurlvallanna er ekki forgangsmál
Samkvæmt nýrri áætlun meirihluta borgarstjórnar er endurnýjun gervigrasvalla þar sem notað er dekkjakurl ekki forgangsmál.
Skora á stjórnvöld að endurnýja gervigrasvelli vegna eiturefna
Stjórn Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra hefur farið fram á það við sveitarfélög landsins að gervigrasvellir sem þaktir eru gúmmíkurli úr dekkjum verði endurnýjaðir.
Vilja banna notkun dekkjakurls á íþróttavöllum
Þingmenn vilja gúmmíkurlslausa íþróttavelli fyrir árslok 2016.