Afhenti BUGL hljóðfæri: „Tónlist getur gert mikið fyrir geðræna sjúkdóma“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. mars 2016 17:13 Ólafur ásamt starfsfólki BUGL, starfsfólki Hljóðfærahússins og fjölskyldu Ingibjargar Melkorku málverk eftir hana prýða herbergið. mynd/landspítalinn „Þetta er eitthvað sem mér datt í hug í kringum jólin. Ég vann íslensku bjartsýnisverðlaunin um áramótin og ákvað að slá þessu saman og nýta verðlaunaféð í eitthvað fallegt,“ segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds í samtali við Vísi. Í fyrradag afhenti hann Barna- og unglingageðdeild Landspítalans hljóðfæri á borð við píanó, gítara og ýmis konar slagverk. Ólafur segir að hann hafi farið á barnaspítalann og spurt hvort þau vanhagaði um eitthvað og þau vísuðu honum á BUGL. Í kjölfarið fór hann í heimsókn þangað. „Þegar ég kom þarna þá hafði verið þarna mikill myglusveppur og verið að taka húsnæðið í gegn. Þau fengu mér herbergi og ég mátti í raun innrétta það að vild,“ segir Ólafur. Auk hljóðfæranna eru í herberginu málverk eftir stelpu sem dvaldist á BUGL en lést með sviplegum hætti. „Hún var mjög klár málari og herbergið er tileinkað henni.“ Í skeyti sem Ólafur deilir á Facebook-síðu sinni segir hann að þeir sem dveljist á geðdeildum eigi það til að týnast í kerfinu. Eðli veikinda þeirra sé þannig að erfitt sé fyrir MRI-skanna að gera gagn en það að breyta andrúmsloftinu á staðnum geti gert kraftaverk. „Það er ótrúlegt hvað góð lýsing og tónlist geta gert upp á bata fólks sem glímir við geðræn vandamál. Það hefur verið sýnt fram á að tónlist, og bara listir almennt, geti haft jákvæð áhrif á slíka sjúkdóma og oftar en ekki er ákveðin tenging þarna á milli,“ segir Ólafur. Ólafur naut aðstoðar Hljóðfærahússins en verslunin útvegaði hljóðfærin og veitti afslátt á verðinu til að hægt væri að fá sem mest inn á deildina. „Ég hef einnig verið í sambandi við vini mína upp á að bjóða upp á tónlistarkennslu þarna eða að mæta og taka smá „jam-session“ með krökkunum,“ segir Ólafur sem útilokar ekki að gera svipaða hluti á öðrum stofnunum. „Ég trúi mjög á lækningarmátt tónlistar og myndi vilja koma þessu á fleiri staði en sem stendur langar mig að halda áfram að vinna með BUGL.“ Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Sjá meira
„Þetta er eitthvað sem mér datt í hug í kringum jólin. Ég vann íslensku bjartsýnisverðlaunin um áramótin og ákvað að slá þessu saman og nýta verðlaunaféð í eitthvað fallegt,“ segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds í samtali við Vísi. Í fyrradag afhenti hann Barna- og unglingageðdeild Landspítalans hljóðfæri á borð við píanó, gítara og ýmis konar slagverk. Ólafur segir að hann hafi farið á barnaspítalann og spurt hvort þau vanhagaði um eitthvað og þau vísuðu honum á BUGL. Í kjölfarið fór hann í heimsókn þangað. „Þegar ég kom þarna þá hafði verið þarna mikill myglusveppur og verið að taka húsnæðið í gegn. Þau fengu mér herbergi og ég mátti í raun innrétta það að vild,“ segir Ólafur. Auk hljóðfæranna eru í herberginu málverk eftir stelpu sem dvaldist á BUGL en lést með sviplegum hætti. „Hún var mjög klár málari og herbergið er tileinkað henni.“ Í skeyti sem Ólafur deilir á Facebook-síðu sinni segir hann að þeir sem dveljist á geðdeildum eigi það til að týnast í kerfinu. Eðli veikinda þeirra sé þannig að erfitt sé fyrir MRI-skanna að gera gagn en það að breyta andrúmsloftinu á staðnum geti gert kraftaverk. „Það er ótrúlegt hvað góð lýsing og tónlist geta gert upp á bata fólks sem glímir við geðræn vandamál. Það hefur verið sýnt fram á að tónlist, og bara listir almennt, geti haft jákvæð áhrif á slíka sjúkdóma og oftar en ekki er ákveðin tenging þarna á milli,“ segir Ólafur. Ólafur naut aðstoðar Hljóðfærahússins en verslunin útvegaði hljóðfærin og veitti afslátt á verðinu til að hægt væri að fá sem mest inn á deildina. „Ég hef einnig verið í sambandi við vini mína upp á að bjóða upp á tónlistarkennslu þarna eða að mæta og taka smá „jam-session“ með krökkunum,“ segir Ólafur sem útilokar ekki að gera svipaða hluti á öðrum stofnunum. „Ég trúi mjög á lækningarmátt tónlistar og myndi vilja koma þessu á fleiri staði en sem stendur langar mig að halda áfram að vinna með BUGL.“
Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Sjá meira