Enski boltinn

"Sprengjan" reyndist æfingartæki

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mikið var látið við Old Trafford, leikvang United í dag.
Mikið var látið við Old Trafford, leikvang United í dag. vísir/getty
Pakkinn sem fannst á Old Trafford í dag og flestir héldu að væri sprengja reyndist æfingartæki frá því á æfingu í síðustu viku.

Leik Man. Utd og Bournemouth var frestað eftir að pakkinn fannst í norð-vestur stúkunni, en fyrst var byrjað að tæma hálfa stúkuna.

Lögreglan staðfesti svo nú undir kvöld að pakkinn hefði verið skilinn eftir af einka-fyrirtæki sem hélt æfingu á vellinum á miðvikudaginn.

Leikurinn verður spilaður á þriðjudag, en allar fréttir Vísis frá málinu í dag má lesa hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×