Endurreisn heilbrigðiskerfisins stærsta verkefni næsta kjörtímabils Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 4. júní 2016 18:50 Oddný G. Harðardóttir var kjörinn formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í gær með tæp 60 prósent atkvæða. Hún kom víða við í stefnuræðu sem hún flutti nú síðdegis – sagði meðal annars að kosningabarátta flokksins myndi hefjast strax eftir helgi og nefndi endurreisn heilbrigðiskerfisins sem forgangsmál. „Við í Samfylkingunni erum velferðarafl og við viljum leiða stærsta verkefni næsta kjörtímabils sem verður endurreisn heilbrigðiskerfisins,“ sagði Oddný. „Skortur á fjárfestingum og rekstrarfé blasir við hvert sem litið er. Langvinn verkföll lækna og annarra starfsmanna sjúkrahúsa eru sjúkdómseinkenni kerfis sem þarfnast uppbyggingar og umhyggju.“ Stefna flokksins sé skýr – setja þurfi húsnæðismál Landspítalans í forgang og fjárfesta í tækjabúnaði. „Við höfnum leið einkavæðingar í heilbrigðismálum. Við viljum leið samábyrgðar og jöfnuðar.“Landsbankinn verði þjóðarbanki Oddný sagði flokkinn vilja endurskipuleggja fjármálakerfið og gera Landsbankann að þjóðarbanka. „Samfylkingin hefur skýra stefnu í þessum efnum. Hlutir í bönkum verða ekki seldir fyrr en tryggt er að rekstur þeirra fari ekki úr böndunum á kostnað almennings. Til þess að svo geti orðið þarf að grípa til aðgerða,“ sagði Oddný. Aðskilja þurfi almenna viðskiptabanka og fjárfestingabanka, tryggja dreift eignarhald á bönkunum og tryggja betur réttindi neytenda á fjármálamarkaði. „Enda er þekking og staða einstaklinga og banka mjög ójöfn í dag. Vaxtakjör og þjónustugjöld banka verða að vera hófsöm og lúta skýrum reglum.“ Hún sagði það tilhlökkunarefni að Samfylkingin rétti úr kútnum. „Von og mikil vinna, bjartsýni og ákafi, samstaða, heiðarleiki og mannúð er það sem þarf til að auka fylgi við jafnaðarstefnuna og baráttugleðin mun fleyta okkur langt,“ sagði Oddný á landsfundi Samfylkingarinnar sem lauk í dag. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Oddný G. Harðardóttir var kjörinn formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í gær með tæp 60 prósent atkvæða. Hún kom víða við í stefnuræðu sem hún flutti nú síðdegis – sagði meðal annars að kosningabarátta flokksins myndi hefjast strax eftir helgi og nefndi endurreisn heilbrigðiskerfisins sem forgangsmál. „Við í Samfylkingunni erum velferðarafl og við viljum leiða stærsta verkefni næsta kjörtímabils sem verður endurreisn heilbrigðiskerfisins,“ sagði Oddný. „Skortur á fjárfestingum og rekstrarfé blasir við hvert sem litið er. Langvinn verkföll lækna og annarra starfsmanna sjúkrahúsa eru sjúkdómseinkenni kerfis sem þarfnast uppbyggingar og umhyggju.“ Stefna flokksins sé skýr – setja þurfi húsnæðismál Landspítalans í forgang og fjárfesta í tækjabúnaði. „Við höfnum leið einkavæðingar í heilbrigðismálum. Við viljum leið samábyrgðar og jöfnuðar.“Landsbankinn verði þjóðarbanki Oddný sagði flokkinn vilja endurskipuleggja fjármálakerfið og gera Landsbankann að þjóðarbanka. „Samfylkingin hefur skýra stefnu í þessum efnum. Hlutir í bönkum verða ekki seldir fyrr en tryggt er að rekstur þeirra fari ekki úr böndunum á kostnað almennings. Til þess að svo geti orðið þarf að grípa til aðgerða,“ sagði Oddný. Aðskilja þurfi almenna viðskiptabanka og fjárfestingabanka, tryggja dreift eignarhald á bönkunum og tryggja betur réttindi neytenda á fjármálamarkaði. „Enda er þekking og staða einstaklinga og banka mjög ójöfn í dag. Vaxtakjör og þjónustugjöld banka verða að vera hófsöm og lúta skýrum reglum.“ Hún sagði það tilhlökkunarefni að Samfylkingin rétti úr kútnum. „Von og mikil vinna, bjartsýni og ákafi, samstaða, heiðarleiki og mannúð er það sem þarf til að auka fylgi við jafnaðarstefnuna og baráttugleðin mun fleyta okkur langt,“ sagði Oddný á landsfundi Samfylkingarinnar sem lauk í dag.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira