Enski boltinn

Schweinsteiger: Mourinho er sá besti

Tómas Þór Þórðarson skrifar
José Mourinho er mættur á Old Trafford og leikmenn eru spenntir.
José Mourinho er mættur á Old Trafford og leikmenn eru spenntir. vísir/getty
Bastian Schweinsteiger, miðjumaður Manchester United, hlakkar mikið til þess að vinna undir stjórn José Mourinho sem var á dögunum ráðinn knattspyrnustjóri enska stórliðsins.

Mourinho tók við starfinu af Louis van Gaal en Hollendingurinn fékk Schweinsteiger til Manchester United frá Bayern München. Fyrsta leiktíð miðjumannsins var upp og niður en hann missti mikið úr undir lokin vegna meiðsla.

„Ég tel okkur hafa gert vel í að fá José Mourinho til Manchester United. Við erum að fá einn besta ef ekki bara þann allra besta í Evrópuboltanum,“ segir Schweinsteiger.

Mourinho hefur unnið níu landstitla á 16 ára þjálfaraferli og gert bæði Porto og Inter að Evrópumeisturum. Síðast vann hann ensku úrvalsdeildina 2015 með Chelsea.

„Við erum allir ánægðir að fá svona þjálfara en á þessari stundu eru flestir að hugsa um Evrópumótið en ekki United,“ segir Bastian Schweinsteiger.

Schweinsteiger er sjálfur að gera sig kláran fyrir Evrópumótið en hann er í hópi heimsmeistara Þýskalands sem mæta Úkraínu, Póllandi og Norður-Írlandi í C-riðli.


Tengdar fréttir

Giggs líklega á útleið

Ryan Giggs er líklega á förum frá Manchester United eftir 29 ára dvöl hjá félaginu. Þetta kemur fram í enskum fjölmiðlum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×