Enski boltinn

Everton reynir að lokka Koeman til sín

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Koeman hefur gert góða hluti á St. Mary's.
Koeman hefur gert góða hluti á St. Mary's. vísir/getty
Enska úrvalsdeildarliðið Everton rær nú öllum árum að því að semja við Ronald Koeman, knattspyrnustjóra Southampton.

Everton er í stjóraleit eftir að Roberto Martínez var sagt upp störfum undir lok síðasta tímabils og Koeman er efstur á lista forráðamanna félagsins. Meðal annarra stjóra sem hafa verið orðaðir við Everton má nefna Unai Emery, stjóra Sevilla, og Frank de Boer, fráfarandi stjóra Ajax.

Koeman hefur náð framúrskarandi árangri með Southampton síðan hann tók við liðinu 2014.

Á fyrsta tímabilinu undir stjórn Hollendingsins endaði Southampton í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og á nýafstöðnu tímabili gerði liðið enn betur og hafnaði í 6. sæti og tryggði sér þar með sæti í Evrópudeildinni.

Everton endaði í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×