Skúli lávarður lágtíðninnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. júní 2016 09:45 Skúli staddur í safni Sigurjóns Ólafssonar við móttöku styrksins úr Minningarsjóði Kristjáns Eldjárns gítarleikara. Vísir/Hanna Þetta var góður dagur, hefur Skúli Sverrisson, bassaleikari og tónskáld örugglega hugsað um fimmtudaginn 16. júní, eftir að hafa hlotið milljón króna styrk úr Minningarsjóði Kristjáns Eldjárns, gítarleikara og hlýtt á frumflutning tónverks úr eigin smiðju. Styrkveitingin fór fram í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á afmælisdegi Kristjáns sem lést, tæplega þrítugur, árið 2002. Í rökstuðningi sjóðsstjórnar segir meðal annars: „Skúli Sverrisson er einstakur listamaður. Fagmaður og virtúós á sitt hljóðfæri, tónskáld með persónulega nálgun og auðþekkjanlegan skýran tón, hugsjónamaður, brautryðjandi og velgjörðarmaður annars tónlistarfólks.... Skúli er sannkallaður „lávarður lágtíðninnar“.“ Tónverkið Miranda eftir Skúla er nýtt einleiksverk fyrir píanó. Víkingur Heiðar lék það í Norðurljósasal Hörpu á upphafstónleikum Reykjavík Midummer Music. Skúli samdi verkið eftir miklar pælingar um geiminn. „Ég hlustaði meðal annars á upptökur frá plánetum sem búið var að umbreyta svo mannseyrað gæti greint þau og hreifst ég þar sérstaklega af hljóðunum frá Miröndu, sem er minnsta tungl Úranusar,“ er haft eftir honum um verkið. Menning Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þetta var góður dagur, hefur Skúli Sverrisson, bassaleikari og tónskáld örugglega hugsað um fimmtudaginn 16. júní, eftir að hafa hlotið milljón króna styrk úr Minningarsjóði Kristjáns Eldjárns, gítarleikara og hlýtt á frumflutning tónverks úr eigin smiðju. Styrkveitingin fór fram í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á afmælisdegi Kristjáns sem lést, tæplega þrítugur, árið 2002. Í rökstuðningi sjóðsstjórnar segir meðal annars: „Skúli Sverrisson er einstakur listamaður. Fagmaður og virtúós á sitt hljóðfæri, tónskáld með persónulega nálgun og auðþekkjanlegan skýran tón, hugsjónamaður, brautryðjandi og velgjörðarmaður annars tónlistarfólks.... Skúli er sannkallaður „lávarður lágtíðninnar“.“ Tónverkið Miranda eftir Skúla er nýtt einleiksverk fyrir píanó. Víkingur Heiðar lék það í Norðurljósasal Hörpu á upphafstónleikum Reykjavík Midummer Music. Skúli samdi verkið eftir miklar pælingar um geiminn. „Ég hlustaði meðal annars á upptökur frá plánetum sem búið var að umbreyta svo mannseyrað gæti greint þau og hreifst ég þar sérstaklega af hljóðunum frá Miröndu, sem er minnsta tungl Úranusar,“ er haft eftir honum um verkið.
Menning Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira