Fótbolti

Brasilía úr leik | Sjáðu markið kolólöglega sem felldi Brassana

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Brasilíumenn eru úr leik á Copa America en þeir komust ekki upp úr riðlakeppninni. Það hefur ekki gerst í tæplega 30 ár.

Brasilía tapaði gegn Perú í nótt og varð að sætta sig við þriðja sæti riðilsins sem Perú vinnur og Ekvador fylgir þeim áfram upp úr riðlinum.

Carlos Dunga, þjálfari Brasilíu, sagðist ekki óttast að verða rekinn í leikslok. „Það eina sem ég óttast er dauðinn,“ sagði Dunga brattur.

Brasilíumenn voru brjálaðir í leikslok enda var markið sem felldi þá kolólöglegt. Hendi hjá Ruidiaz en markið fékk að standa og það má sjá hér að ofan.

Perú mun spila gegn Kólúmbíu í næstu umferð en Ekvador spilar við Bandaríkin.

Úrslit:

Brasilía-Perú  0-1

0-1 Manuel Ruidiaz (75.).

Ekvador-Haíti  4-0

1-0 Enner Valencia (11.), 2-0 Jaime Ayovi (20.), 3-0 Christian Noboa (57.), 4-0 Antonio Valencia (78.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×