Fótbolti

Stuðningsmenn Hamburg hefja undirskriftasöfnun til að fá Will Grigg

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Will Grigg er vinsæll.
Will Grigg er vinsæll. vísir/getty
Norður-Írinn Will Grigg sló í gegn á EM í Frakklandi þrátt fyrir að hafa ekki spilað mínútu á mótinu.



Stuðningsmenn N-Írlands voru duglegir að kyrja lagið „Will Grigg's On Fire“ í Frakklandi en sá sem ýtti þessum snjóbolta af stað var Sean Kennedy, stuðningsmaður Wigan Athletic sem Grigg spilar með.

Kennedy birti í vetur myndband á YouTube þar sem hann söng sinn eigin texta um Will Grigg við lagið „Freed From Desire“ frá 10. áratug síðustu aldar. Kennedy fékk ársmiða hjá Wigan að launum en hann óraði eflaust ekki fyrir hversu mikilli útbreiðslu lagið hefur náð.

Nú hafa stuðningsmenn þýska úrvalsdeildarliðsins Hamburg hafið undirskriftasöfnun til að fá Grigg til liðsins.

Rúmlega 7600 manns hafa skrifað undir en þeir sem standa að undirskriftasöfnuninni telja að það muni margborga sig fyrir Hamburg að kaupa Grigg, í gegnum markaðssetningu og svo muni koma hans bæta stemmninguna á heimaleikjum liðsins.

Grigg, sem er 24 ára, var markahæstur í ensku C-deildinni á síðasta tímabili. Hann hefur verið orðaður við lið á borð við Celtic, Nottingham Forest og Hull City að undanförnu.

Skrifa má undir áskorun stuðningsmanna Hamburg með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×