Sanne Wevers sýndi að hin magnaða Simone Biles frá Bandaríkjunum er ekki ósigrandi en Simone Biles varð að sætta við brons eftir frekar misheppnaðar æfingar á hennar mælikvarða.
Sanne Wevers átti frábærar æfingar og hlaut fyrir þær einkunnina 15.466. Wevers var bara með fjórðu bestu æfinguna í undankeppninni en sýndi mátt sinn með flottum æfingum í úrslitunum.
Simone Biles fékk 15.633 fyrir æfingar sínar á slá í undankeppninni en "bara" 14.733 fyrir æfingarnar í úrslitunum.
Laurie Hernandez frá Bandaríkjunum komst einnig upp fyrir Simone Biles og tryggði sér þar með silfurverðlaunin.
Eyþóra Elísabet Þórsdóttir var með áhorfenda í fimleikahöllinni og sá liðsfélaga sinn vinna Ólympíugullið með glæsibrag.
Sanne Wevers varð þar með fyrsti Hollendingurinn til að vinna gull á Ólympíuleikum síðan að Holland vann liðakeppnina á ÓL í Amsterdam árið 1928.
Wevers, sem er 24 ára gömul, varð einnig elsti gullverðlaunahafi á jafnvægisslánni síðan 1960.
Simone Biles vann þerna sín fjórðu verðlaun á leikunum hún hafði áður unnið þrenn gullverðlaun. Biles getur jafnað metið yfir flest gull á einum leikum með því að vinna gull í gólfæfingum á morgun.
![](https://www.visir.is/i/BB8431A8E6F36C367DE1CDDE8382337763D0C5AECE5CB5285E0C51EA3693BF7A_713x0.jpg)