Enski boltinn

Klopp: Man ekki eftir mörgum færum hjá Chelsea

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Klopp fagnar með Jordan Henderson sem skoraði annað mark Liverpool.
Klopp fagnar með Jordan Henderson sem skoraði annað mark Liverpool. vísir/getty
Jürgen Klopp var að vonum kátur með sigur Liverpool á Chelsea í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Liverpool var 0-2 yfir í hálfleik og þrátt fyrir að Diego Costa minnkaði muninn eftir klukkutíma héldu gestirnir úr og fögnuðu stigunum þremur.

„Þetta var að sjálfsögðu ánægjulegur sigur. Frá upphafsflautinu var gríðarlega góð hreyfing á liðinu, við vorum fljótir að hugsa og spiluðum mjög vel. Við áttum skilið að vera yfir í hálfleik,“ sagði Klopp.

„Við verðum að læra að fylgja leikskipulaginu. Chelsea hefur oft skorað mörk á lokasekúndunum eftir beinskeyttar sóknir á þessu tímabili. En ég man ekki eftir mörgum færum hjá þeim í leiknum. Við duttum stundum niður sem er eðlilegt gegn góðu liði.“

Þjóðverjinn var að mestu sáttur með spilamennsku sinna manna í leiknum í kvöld.

„Það var gaman að horfa á þetta. Í seinni hálfleik var þetta aðeins erfiðara en eftir að þeir skoruðu gerðum við vel,“ sagði Klopp sem hefur unnið sigur í báðum heimsóknum sínum með Liverpool á Stamford Bridge.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×