Ásgeir Börkur: Erum betri en taflan segir til um Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. september 2016 07:00 Ásgeir Börkur hefur fulla trú á því að Fylkir geti unnið KR. vísir/anton Fylkismenn eru í erfiðri stöðu fyrir lokaumferðina í Pepsi-deild karla á morgun. Árbæingar sitja í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar með 19 stig, tveimur stigum frá 10. sætinu þar sem Víkingur Ó. situr. ÍBV er svo í 9. sætinu með 22 stig en miklu betri markatölu en bæði Ólsarar og Fylkismenn. Árbæingar mæta KR í lokaumferðinni á morgun og þurfa að vinna og treysta á að Víkingur Ó. vinni ekki Stjörnuna á sama tíma til að bjarga sér frá falli. Fylkismenn eru því ekki með örlögin í sínum höndum sem Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fyrirliði liðsins, segir að sé óþægilegt.Þurfum að klára okkar verkefni „Það er ekkert þægilegt að þurfa að treysta á aðra. Við þurfum bara að gera okkar og vona að það verði nóg. Við ætlum að leggja allt í þennan leik,“ sagði Ásgeir Börkur í samtali við Vísi í gær. Þrátt fyrir erfiða stöðu og slakan árangur Fylkis gegn KR á undanförnum árum hefur fyrirliðinn trú á sigri á morgun. „Það eru hæðir og lægðir í þessum fótbolta. Þegar það kemur niðursveifla þarf maður að hafa enn meiri trú á sér og liðsfélögunum. Ég hef bullandi trú á þessu,“ sagði Ásgeir Börkur. Fylkismenn hafa farið illa að ráði sínu í mörgum leikjum í sumar, nú síðast gegn Þrótti í 21. umferð Pepsi-deildarinnar þar sem Árbæingum mistókst að vinna botnliðið.Græða ekkert á sjálfsvorkunn „Auðvitað var þetta svekkjandi en maður græðir ekkert á því að vorkenna sjálfum sér. Það var drullusvekkjandi að ná ekki að klára þennan leik en 2-3 tímum eftir hann ákváðum við að einbeita okkur að leiknum við KR,“ sagði Ásgeir Börkur. En finnst honum staða liðsins ekki gefa rétta mynd af getu þess? „Já, mér finnst það. Maður hugsaði ekki að við yrðum á þessum stað í lok tímabilsins. Við erum með betra lið en taflan segir til um. En við höfum verið sjálfum okkur verstir og það er spurning hvort við eigum meira skilið,“ sagði Ásgeir Börkur og bætti við að Fylkismenn gætu ekki kennt neinum öðrum um en sjálfum sér um hversu svört staða liðsins er orðin. Fylkir fagnar hálfrar aldar afmæli sínu á næsta ári en svo gæti farið að hvorki karla- né kvennalið félagsins verði í efstu deild árið 2017. „Maður getur ekkert leyft sér að hugsa þannig fyrr en að raunin er önnur. Eins og staðan er í dag og þangað til annað kemur í ljós erum við með tvö góð lið í efstu deild. Auðvitað yrði þetta hundleiðinlegt því Fylkir á að vera með bæði karla- og kvennalið í efstu deild. Ég fer ekkert ofan af því,“ sagði Ásgeir Börkur að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ruth: Ekki mikið sem breytist á svona skömmum tíma Fylkir, Selfoss og KR freista þess öll að forðast að fylgja ÍA niður í 1. deild í dag er lokaumferð Pepsi-deildar kvenna fer fram. 30. september 2016 06:30 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Fylkismenn eru í erfiðri stöðu fyrir lokaumferðina í Pepsi-deild karla á morgun. Árbæingar sitja í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar með 19 stig, tveimur stigum frá 10. sætinu þar sem Víkingur Ó. situr. ÍBV er svo í 9. sætinu með 22 stig en miklu betri markatölu en bæði Ólsarar og Fylkismenn. Árbæingar mæta KR í lokaumferðinni á morgun og þurfa að vinna og treysta á að Víkingur Ó. vinni ekki Stjörnuna á sama tíma til að bjarga sér frá falli. Fylkismenn eru því ekki með örlögin í sínum höndum sem Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fyrirliði liðsins, segir að sé óþægilegt.Þurfum að klára okkar verkefni „Það er ekkert þægilegt að þurfa að treysta á aðra. Við þurfum bara að gera okkar og vona að það verði nóg. Við ætlum að leggja allt í þennan leik,“ sagði Ásgeir Börkur í samtali við Vísi í gær. Þrátt fyrir erfiða stöðu og slakan árangur Fylkis gegn KR á undanförnum árum hefur fyrirliðinn trú á sigri á morgun. „Það eru hæðir og lægðir í þessum fótbolta. Þegar það kemur niðursveifla þarf maður að hafa enn meiri trú á sér og liðsfélögunum. Ég hef bullandi trú á þessu,“ sagði Ásgeir Börkur. Fylkismenn hafa farið illa að ráði sínu í mörgum leikjum í sumar, nú síðast gegn Þrótti í 21. umferð Pepsi-deildarinnar þar sem Árbæingum mistókst að vinna botnliðið.Græða ekkert á sjálfsvorkunn „Auðvitað var þetta svekkjandi en maður græðir ekkert á því að vorkenna sjálfum sér. Það var drullusvekkjandi að ná ekki að klára þennan leik en 2-3 tímum eftir hann ákváðum við að einbeita okkur að leiknum við KR,“ sagði Ásgeir Börkur. En finnst honum staða liðsins ekki gefa rétta mynd af getu þess? „Já, mér finnst það. Maður hugsaði ekki að við yrðum á þessum stað í lok tímabilsins. Við erum með betra lið en taflan segir til um. En við höfum verið sjálfum okkur verstir og það er spurning hvort við eigum meira skilið,“ sagði Ásgeir Börkur og bætti við að Fylkismenn gætu ekki kennt neinum öðrum um en sjálfum sér um hversu svört staða liðsins er orðin. Fylkir fagnar hálfrar aldar afmæli sínu á næsta ári en svo gæti farið að hvorki karla- né kvennalið félagsins verði í efstu deild árið 2017. „Maður getur ekkert leyft sér að hugsa þannig fyrr en að raunin er önnur. Eins og staðan er í dag og þangað til annað kemur í ljós erum við með tvö góð lið í efstu deild. Auðvitað yrði þetta hundleiðinlegt því Fylkir á að vera með bæði karla- og kvennalið í efstu deild. Ég fer ekkert ofan af því,“ sagði Ásgeir Börkur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ruth: Ekki mikið sem breytist á svona skömmum tíma Fylkir, Selfoss og KR freista þess öll að forðast að fylgja ÍA niður í 1. deild í dag er lokaumferð Pepsi-deildar kvenna fer fram. 30. september 2016 06:30 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Ruth: Ekki mikið sem breytist á svona skömmum tíma Fylkir, Selfoss og KR freista þess öll að forðast að fylgja ÍA niður í 1. deild í dag er lokaumferð Pepsi-deildar kvenna fer fram. 30. september 2016 06:30