Fótbolti

Vill fá 48 lið á HM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gianni Infantino.
Gianni Infantino. vísir/getty
Hinn nýi forseti FIFA, Gianni Infantino, hefur nú mælt með rótttækum breytingum á HM í fótbolta.

Nú hefur Infantino stungið upp á að 48 lið verði með á HM en hann hafði áður talað um að stækka mótið í 40 lið. Á síðustu mótum hafa 32 lið verið með.

Samkvæmt hugmyndum Infantino þá myndu 16 lið detta út eftir fyrstu umferð á HM. Þá væri aftur komið 32-liða HM með riðlakeppni og svo útsláttarkeppni. 16 lið væru þegar örugg með sæti í riðlakeppninni en 16 slást um að komast þangað.

„Þá erum við enn með gamla góða 32-liða HM en 48 lið fá að koma í partíið,“ sagði Infantino.

Hugmyndir hans verða nú teknar fyrir og í janúar mun FIFA taka ákvörðun um hvort stækka eigi mótið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×