Fótbolti

Erfitt verkefni bíður Blikastúlkna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Marta sækir að marki Blika í fyrri leik liðanna.
Marta sækir að marki Blika í fyrri leik liðanna. vísir/eyþór
Kvennalið Breiðabliks spilar í Meistaradeildinni í Svíþjóð í dag.

Þá fer fram síðari leikur liðsins gegn sænska stórliðinu Rosengård í 32-liða úrslitum keppninnar.

Malmö vann fyrri leik liðanna 1-0 á Kópavogsvelli og Blikastúlkur eru því enn inn í einvíginu þó svo vissulega sé á brattann að sækja.

Blikastúlkur munu klárlega selja sig mjög dýrt gegn hinni brasilísku Mörtu og stöllum hennar í sænska liðinu.

Stelpurnar í Blikaliðinu vonast eftir góðum stuðningi í leiknum í dag og hafa biðlað til Íslendinga í Kaupamannahöfn og á Skáni að fjölmenna á völlinn í Malmö og hvetja þær áfram.

Leikurinn hefst klukkan 17.00 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×