Hafa lagt Ronaldo í einelti í mörg ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2016 13:55 Cristiano Ronaldo. Vísir/EPA Portúgalska knattspyrnugoðið Cristiano Ronaldo hefur ekki átt gott Evrópumót í Frakklandi og þessi frábæri leikmaður er enn markalaus og sigurlaus eftir tvo leiki. Ummæli hans og hegðun á meðan mótinu stendur hafa heldur ekki gefið upp fagra mynd af þessum frábæra fótboltamanni sem alltaf verið duglegur að gefa færi á sér í gegnum tíðina. Nú síðast hefur myndband af honum kasta hljóðnema sjónvarpsmanns út í vatn farið eins og eldur í sinu um frétta- og netmiðla heimsins. Sjónvarpsstöðin sem um ræðir er samt ekki bara einhver sjónvarpsstöð heldur stöð sem hefur lagt mikið upp úr því að hrella Cristiano Ronaldo í gegnum tíðina. Sjónvarpsstöðin er kölluð CMTV en heitir fullu nafni Correio da Manhã TV. Þetta er sjónvarpsstöð slúðursblaðs sem er alltaf að reyna að grafa upp fréttir af Cristiano Ronaldo og virðist þá ekki skipta máli hvort að þær fréttir séu sannar eða ekki. Á hverjum degi setja þeir í loftið frétt um Cristiano Ronaldo og fjölskyldu hans, soninn hans, peningana hans eða eitthvað annað. Hann hefur áður neitað að svara spurningum blaðamanns CMTV á blaðammafundi með landsliðinu og það fer ekkert á milli mála að hann er mjög ósáttur með vinnubrögð starfsmanna Correio da Manhã. Cristiano Ronaldo er vissulega undir mikilli pressu eftir slaka frammistöðu sína á mótinu en sá pirringur var þó ekki aðalástæðan fyrir því að hann kastaði hljóðnemanum út í vatn. Það er hægt að sjá myndbandið hér fyrir neðan en þegar menn vita af því hvaðan þessi sjónvarpsmaður kemur þá kannski skilur fólk Cristiano Ronaldo aðeins betur. Það breytir þó ekki því að svona á þessi stóra fyrirmynd ekki að haga sér þó að einhver hrellistöð sé að angra hann....meanwhile in France, Cristiano was asked what he thought of Messi's record-breaking free kick.#EURO2016 #CA2016 pic.twitter.com/tluIQxTQil— Chef (@champ_ian) June 22, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Víkingarnir sem sjokkeruðu Ronaldo | Sjáðu umfjöllun Roger Bennett um Ísland Roger Bennett, annar stjórnanda Men in Blazers, hefur nú sett saman þátt um íslenska fótboltalandsliðið fyrir VICE Sports og bætist þar með í hóp þeirra sem hafa fjallað um íslenska fótboltaævintýrið. 21. júní 2016 22:34 Ronaldo henti hljóðnemanum út í vatn | Myndband Portúgalinn Cristiano Ronaldo hefur ekki fundið sig á EM og hefur enga þolinmæði fyrir fjölmiðlamönnum lengur. 22. júní 2016 10:43 Ronaldo er frekar leiðinlegur Hollendingurinn Rafael van der Vaart heillaðist ekki mikið af persónuleika Cristiano Ronaldo er þeir léku saman hjá Real Madrid. 21. júní 2016 17:00 Henry Winter: Gaman að sjá hvernig Íslendingar tóku á Ronaldo Einn virtasti fótboltablaðamaður Bretlands segir Ronaldo vera auðmjúkari eftir meðferðina sem hann fékk frá Íslandi. 22. júní 2016 09:30 Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Fleiri fréttir Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Sjá meira
Portúgalska knattspyrnugoðið Cristiano Ronaldo hefur ekki átt gott Evrópumót í Frakklandi og þessi frábæri leikmaður er enn markalaus og sigurlaus eftir tvo leiki. Ummæli hans og hegðun á meðan mótinu stendur hafa heldur ekki gefið upp fagra mynd af þessum frábæra fótboltamanni sem alltaf verið duglegur að gefa færi á sér í gegnum tíðina. Nú síðast hefur myndband af honum kasta hljóðnema sjónvarpsmanns út í vatn farið eins og eldur í sinu um frétta- og netmiðla heimsins. Sjónvarpsstöðin sem um ræðir er samt ekki bara einhver sjónvarpsstöð heldur stöð sem hefur lagt mikið upp úr því að hrella Cristiano Ronaldo í gegnum tíðina. Sjónvarpsstöðin er kölluð CMTV en heitir fullu nafni Correio da Manhã TV. Þetta er sjónvarpsstöð slúðursblaðs sem er alltaf að reyna að grafa upp fréttir af Cristiano Ronaldo og virðist þá ekki skipta máli hvort að þær fréttir séu sannar eða ekki. Á hverjum degi setja þeir í loftið frétt um Cristiano Ronaldo og fjölskyldu hans, soninn hans, peningana hans eða eitthvað annað. Hann hefur áður neitað að svara spurningum blaðamanns CMTV á blaðammafundi með landsliðinu og það fer ekkert á milli mála að hann er mjög ósáttur með vinnubrögð starfsmanna Correio da Manhã. Cristiano Ronaldo er vissulega undir mikilli pressu eftir slaka frammistöðu sína á mótinu en sá pirringur var þó ekki aðalástæðan fyrir því að hann kastaði hljóðnemanum út í vatn. Það er hægt að sjá myndbandið hér fyrir neðan en þegar menn vita af því hvaðan þessi sjónvarpsmaður kemur þá kannski skilur fólk Cristiano Ronaldo aðeins betur. Það breytir þó ekki því að svona á þessi stóra fyrirmynd ekki að haga sér þó að einhver hrellistöð sé að angra hann....meanwhile in France, Cristiano was asked what he thought of Messi's record-breaking free kick.#EURO2016 #CA2016 pic.twitter.com/tluIQxTQil— Chef (@champ_ian) June 22, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Víkingarnir sem sjokkeruðu Ronaldo | Sjáðu umfjöllun Roger Bennett um Ísland Roger Bennett, annar stjórnanda Men in Blazers, hefur nú sett saman þátt um íslenska fótboltalandsliðið fyrir VICE Sports og bætist þar með í hóp þeirra sem hafa fjallað um íslenska fótboltaævintýrið. 21. júní 2016 22:34 Ronaldo henti hljóðnemanum út í vatn | Myndband Portúgalinn Cristiano Ronaldo hefur ekki fundið sig á EM og hefur enga þolinmæði fyrir fjölmiðlamönnum lengur. 22. júní 2016 10:43 Ronaldo er frekar leiðinlegur Hollendingurinn Rafael van der Vaart heillaðist ekki mikið af persónuleika Cristiano Ronaldo er þeir léku saman hjá Real Madrid. 21. júní 2016 17:00 Henry Winter: Gaman að sjá hvernig Íslendingar tóku á Ronaldo Einn virtasti fótboltablaðamaður Bretlands segir Ronaldo vera auðmjúkari eftir meðferðina sem hann fékk frá Íslandi. 22. júní 2016 09:30 Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Fleiri fréttir Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Sjá meira
Víkingarnir sem sjokkeruðu Ronaldo | Sjáðu umfjöllun Roger Bennett um Ísland Roger Bennett, annar stjórnanda Men in Blazers, hefur nú sett saman þátt um íslenska fótboltalandsliðið fyrir VICE Sports og bætist þar með í hóp þeirra sem hafa fjallað um íslenska fótboltaævintýrið. 21. júní 2016 22:34
Ronaldo henti hljóðnemanum út í vatn | Myndband Portúgalinn Cristiano Ronaldo hefur ekki fundið sig á EM og hefur enga þolinmæði fyrir fjölmiðlamönnum lengur. 22. júní 2016 10:43
Ronaldo er frekar leiðinlegur Hollendingurinn Rafael van der Vaart heillaðist ekki mikið af persónuleika Cristiano Ronaldo er þeir léku saman hjá Real Madrid. 21. júní 2016 17:00
Henry Winter: Gaman að sjá hvernig Íslendingar tóku á Ronaldo Einn virtasti fótboltablaðamaður Bretlands segir Ronaldo vera auðmjúkari eftir meðferðina sem hann fékk frá Íslandi. 22. júní 2016 09:30