Innlent

Fæstir mættu með nesti í Kringluna

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Verzlingar eru óánægðir eftir að hafa verið vísað frá bílastæðum austan megin við Kringluna. Framkvæmdastjóri Kringlunnar hefur bent nemendum á að þeir megi nýta stæðin vestan megin við Kringluna og þurfi aðeins að ganga hundrað skrefum meira eða minna þurrum fótum í gegnum Kringluna til að komast í skólann.
Verzlingar eru óánægðir eftir að hafa verið vísað frá bílastæðum austan megin við Kringluna. Framkvæmdastjóri Kringlunnar hefur bent nemendum á að þeir megi nýta stæðin vestan megin við Kringluna og þurfi aðeins að ganga hundrað skrefum meira eða minna þurrum fótum í gegnum Kringluna til að komast í skólann.
Svo virðist sem lítið hafi orðið úr mótmælum nemenda við Verzlunarskóla Íslands í hádeginu í dag en þeir höfðu hótað því að sniðganga þjónustuna á Stjörnutorgi í Kringlunni og mæta með nesti. Einhverja nemendur var að finna á torginu en fæstir voru með nesti.

Boðað var til mótmæla á samfélagsmiðlum í gær eftir að nemendum var meinað að leggja í bílastæðin austan megin við Kringluna, þ.e í stæðin við Stjörnutorg. Búið var að setja keðju fyrir innganginn og við nemendunum blasti miði þar sem þeim var bent á að leggja í bílastæði sem eru vestan megin við Kringluna.

Þessir nemendur nýttu sér þjónustuna á Stjörnutorgi í hádeginu í dag.vísir/ernir
Styrmir Elí Ingólfsson, forseti nemendafélags Verzló, segir örla á nokkurri gremju á meðal nemenda, en að lítil alvara hafi verið á bak við boðuð mótmæli. „Það var mikill æsingur í gær en eiginlega allt í gríni gert held ég. Svolítið uppblásið þessi æsingur,“ segir hann í samtali við Vísi.

„Ætli nemendur séu ekki bara frekar farnir að pæla í því að deila bílum á leiðinni í skólann og sumir að pæla í að ganga það langt að taka strætó,“ bætir hann við, í kaldhæðnistón.

Ingi Ólafsson skólastjóri sagði í samtali við Vísi í gær að hingað til hafi verið óformlegt samkomulag á milli Kringlunnar og Verzlunarskólans þess efnis að stæði Kringlunnar stæðu nemendum skólans til boða. Á móti hafi skólinn opnað sín stæði fyrir viðskiptavinum Kringlunnar í mestu jólatraffíkinni.

Þá sagði Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, að bílastæðin séu ætluð fyrir viðskiptavini og rekin og kostuð sem slík. Rekstraraðilar séu ekki sáttir við að borga háa leigu og há húsgjöld og svo séu stæðin upptekin fyrir aðra en viðskiptavini.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×