Verð aldrei laus við meiðslin Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. apríl 2016 06:00 Margrét Lára er klár í Hvít-Rússaleikinn. mynd/hilmar Eftir nokkurra mánaða bið hefur Ísland að nýju leik í undankeppni EM 2017 en liðið mætir Hvít-Rússum ytra klukkan 15.00 í dag. Leikurinn fer fram í Minsk en þar hefur farið vel um íslensku leikmennina að sögn fyrirliðans Margrétar Láru Viðarsdóttur. „Hér erum við á glæsilegu hóteli og fáum frábæran mat. Það fer mjög vel um okkur. Þetta sýnir metnað hjá KSÍ sem bókar það besta fyrir okkur. Þannig á það líka að vera,“ sagði Margrét Lára við Fréttablaðið í gær.Stórt ár fram undan Margrét Lára er nú aftur komin til Íslands eftir sjö ára dvöl í atvinnumennsku og þar sem tímabilið hér á landi hefst ekki fyrr en í næsta mánuði er langt síðan hún fékk að spila alvöru mótsleik. „Loksins, segir maður bara. Það er gott að geta spilað þessa EM-leiki aftur og klárað þetta verkefni með því að komast áfram. Það er stórt ár fram undan og við erum mjög spenntar fyrir því að hefja það fyrir fullt og allt.“Læri að lifa með þessu Margrét Lára á sannarlega ótrúlegan landsliðsferil að baki sem telur alls 105 leiki og 75 mörk. Það er ekki síst merkilegt í ljósi þess að hún hefur verið að glíma við þrálát meiðsli aftan í læri, mismikið þó, undanfarin átta ár. Hún segir að staða hennar sé í raun óbreytt eftir veturinn. „Þetta er eitthvað sem ég þarf að lifa með. Það koma góðir tímar og slæmir en þessi meiðsli munu fylgja mér út minn feril. Ég læri sífellt betur inn á þetta og hvernig ég get stjórnað álaginu. En ég held að ég verði aldrei laus við þetta. Því miður,“ segir Margrét Lára hreinskilin.Refsað eftir Algarve Hún fór með landsliðinu til Algarve í febrúar þar sem hún spilaði tvo heila leiki á tíu dögum auk þess sem hún æfði milli leikja. Það var mikið álag. „Það verður að teljast nokkuð gott í mínu tilfelli en mér var svo „refsað“ þegar ég kom heim. Þá þurfti ég að taka skref til baka en nú er ég orðin nokkuð góð á ný,“ segir hún en Margrét Lára ítrekar að hún njóti fótboltans sem aldrei fyrr á ferlinum. „Mér líður mjög vel eins og er. Ég tek bara einn dag og einn leik fyrir í einu og nýt stundarinnar. Ég er landsliðsmaður og fyrirliði og nýt þess í botn að spila fótbolta. Ég hugsa bara jákvætt því annað brýtur mann bara niður. Ef að rétta hugarfarið er ekki til staðar þá er þetta töpuð barátta.Ætlum að vinna Ísland er með fullt hús stiga í undankeppninni og vann 2-0 sigur á Hvít-Rússum á Laugardalsvelli í haust. Skotar eru einnig með fullt hús stiga en eftir fimm leiki. Ísland hefur spilað þrjá en þessi lið mætast í Falkirk þann 3. júní og skiptir því miklu máli að misstíga sig ekki fyrir uppgjörið gegn Skotum. Kvennalandsliðið hefur áður misstigið sig á útivelli í undankeppnum stórmóta og segir Margrét Lára að það sé víti til varnaðar. „Við notum þá reynslu á góðan hátt. Við teljum okkur það reynslumiklar og það góðar að við ætlum ekki að leyfa því að gerast aftur. Við berum virðingu fyrir hverjum andstæðingi en förum í hvern leik með það að markmiði að vinna hann. Ef við gerum það ekki þá fyrst eru hættumerkin til staðar,“ segir Margrét Lára Viðardóttir. Fótbolti Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Eftir nokkurra mánaða bið hefur Ísland að nýju leik í undankeppni EM 2017 en liðið mætir Hvít-Rússum ytra klukkan 15.00 í dag. Leikurinn fer fram í Minsk en þar hefur farið vel um íslensku leikmennina að sögn fyrirliðans Margrétar Láru Viðarsdóttur. „Hér erum við á glæsilegu hóteli og fáum frábæran mat. Það fer mjög vel um okkur. Þetta sýnir metnað hjá KSÍ sem bókar það besta fyrir okkur. Þannig á það líka að vera,“ sagði Margrét Lára við Fréttablaðið í gær.Stórt ár fram undan Margrét Lára er nú aftur komin til Íslands eftir sjö ára dvöl í atvinnumennsku og þar sem tímabilið hér á landi hefst ekki fyrr en í næsta mánuði er langt síðan hún fékk að spila alvöru mótsleik. „Loksins, segir maður bara. Það er gott að geta spilað þessa EM-leiki aftur og klárað þetta verkefni með því að komast áfram. Það er stórt ár fram undan og við erum mjög spenntar fyrir því að hefja það fyrir fullt og allt.“Læri að lifa með þessu Margrét Lára á sannarlega ótrúlegan landsliðsferil að baki sem telur alls 105 leiki og 75 mörk. Það er ekki síst merkilegt í ljósi þess að hún hefur verið að glíma við þrálát meiðsli aftan í læri, mismikið þó, undanfarin átta ár. Hún segir að staða hennar sé í raun óbreytt eftir veturinn. „Þetta er eitthvað sem ég þarf að lifa með. Það koma góðir tímar og slæmir en þessi meiðsli munu fylgja mér út minn feril. Ég læri sífellt betur inn á þetta og hvernig ég get stjórnað álaginu. En ég held að ég verði aldrei laus við þetta. Því miður,“ segir Margrét Lára hreinskilin.Refsað eftir Algarve Hún fór með landsliðinu til Algarve í febrúar þar sem hún spilaði tvo heila leiki á tíu dögum auk þess sem hún æfði milli leikja. Það var mikið álag. „Það verður að teljast nokkuð gott í mínu tilfelli en mér var svo „refsað“ þegar ég kom heim. Þá þurfti ég að taka skref til baka en nú er ég orðin nokkuð góð á ný,“ segir hún en Margrét Lára ítrekar að hún njóti fótboltans sem aldrei fyrr á ferlinum. „Mér líður mjög vel eins og er. Ég tek bara einn dag og einn leik fyrir í einu og nýt stundarinnar. Ég er landsliðsmaður og fyrirliði og nýt þess í botn að spila fótbolta. Ég hugsa bara jákvætt því annað brýtur mann bara niður. Ef að rétta hugarfarið er ekki til staðar þá er þetta töpuð barátta.Ætlum að vinna Ísland er með fullt hús stiga í undankeppninni og vann 2-0 sigur á Hvít-Rússum á Laugardalsvelli í haust. Skotar eru einnig með fullt hús stiga en eftir fimm leiki. Ísland hefur spilað þrjá en þessi lið mætast í Falkirk þann 3. júní og skiptir því miklu máli að misstíga sig ekki fyrir uppgjörið gegn Skotum. Kvennalandsliðið hefur áður misstigið sig á útivelli í undankeppnum stórmóta og segir Margrét Lára að það sé víti til varnaðar. „Við notum þá reynslu á góðan hátt. Við teljum okkur það reynslumiklar og það góðar að við ætlum ekki að leyfa því að gerast aftur. Við berum virðingu fyrir hverjum andstæðingi en förum í hvern leik með það að markmiði að vinna hann. Ef við gerum það ekki þá fyrst eru hættumerkin til staðar,“ segir Margrét Lára Viðardóttir.
Fótbolti Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira