Fótbolti

Heimir svarar fyrir gagnrýni að velja Björn í hópinn: „Skil ekki ef þetta eru röng skilaboð“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, gefur lítið fyrir gagnrýni málsmetandi manna á borð við Hörð Magnússon, íþróttafréttamann og fyrrverandi landsliðsmann, er varðar valið á Birni Bergmann Sigurðarsyni, framherja Molde, í íslenska landsliðið.

Björn Bergmann spilaði sex mínútur í landsleik fyrir fimm árum síðan en hefur síðan ekki verið valinn í hóp. Eins og Vísir fjallaði um þegar hann var valinn aftur hafði hann ekki áhuga á að spila fyrir Ísland og á köflum svaraði hann ekki símtölum landsliðsþjálfarannna.

DV og Fótbolti.net hafa greint frá óánægju Harðar sem segir: „Skil ekki hvernig hægt er að réttlæta valið á sóknarmanninum Birni Bergmann. Sá kaus ítrekað að hunsa fyrri landsliðsþjálfara og lét einfaldlega ekki ná í sig. Nú kemur hann upp á yfirborðið og er tekinn framyfir leikmenn sem hafa alltaf verið tilbúnir að spila fyrir landsliðið. Mér finnst þetta val senda einfaldlega röng skilaboð til leikmanna. Burtséð frá persónum og leikendum.“

Heimir var spurður beint út í ummæli Harðar á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í höfuðstöðvum KSÍ í dag.

Sjá einnig:Björn: Horfir aldrei á fótbolta en missti ekki af leik með landsliðinu

„Hann er búinn að standa sig vel á æfingum og fallið fínt inn í hópinn. Ef þetta væri félagslið myndi ég svara þessu á annan hátt því það á enginn fast sæti í landsliði. Það er valið nýtt landslið í hvert skipti en sem betur fer höfum við verið með leikmenn sem hafa verið að standa sig vel og verið stöðugir,“ sagði Heimir.

„Í hverju verkefni horfum við á hverjir eru að standa sig best á þeim tíma. Núna til dæmis er Kolbeinn ekki í hópnum og Jón Daði er tæpur. Hann [Björn] er sá leikmaður sem er að standa sig hvað best í þessari stöðu. Málið er ekki flóknara en það. Ef það eru röng skilaboð þá skil ég þau ekki,“ sagði Heimir Hallgrímsson


Tengdar fréttir

Þetta er besti völlurinn

Aron Elís Þrándarson verður á gamla heimavellinum í dag þegar íslensku strákarnir í 21 árs liðinu mæta Skotum. Liðið er tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×