Kraftamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson er orðinn heimsþekktur ekki aðeins fyrir afreks sín í kraftakeppnum heldur einnig fyrir hlutverk sitt sem The Mountain, eða Fjallið, í sjónvarpsþáttunum vinsælu Game of Thrones.
Fyrsti leikur íslenska liðsins verður á móti Portúgal 14. júní næstkomandi og fer hann fram á Geoffroy-Guichard leikvanginum í Saint-Étienne. Þar þurfa íslensku strákarnir að hafa gætur á einum allra besta knattspyrnumanni heims eða sjálfum Cristiano Ronaldo.
Hafþór Júlíus Björnsson beindi orðum sínum sérstaklega til Cristiano Ronaldo í viðtalinu við BBC og lofaði honum heimsókn frá Fjallinu ef Portúgalinn snjalli myndi skora á móti Íslandi.
Cristiano Ronaldo hefur skorað 56 mörk fyrir portúgalska landsliðið en eitt þeirra kom í leik á móti Íslandi á Lauardalsvellinum 12. október 2010.
Hafþór Júlíus kynnti sig sem The Mountain úr Game of Thrones og sagðist vera með skilaboð til Cristiano Ronaldo. Það er hægt að sjá þessi skilaboð hans hér fyrir neðan.