Fótbolti

Umboðsmenn eru krabbamein fótboltans

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aurelio de Laurentiis er ekkert allt of hress þessa dagana.
Aurelio de Laurentiis er ekkert allt of hress þessa dagana. vísir/getty
Eigandi Napoli, Aureli de Laurentiis, er búinn að fá sig fullsaddann af gráðugum umboðsmönnum og segir að leikmenn hafi ekkert með þá að gera.

De Laurentiis segir að umboðsmenn séu orðnir eins og skattur sem vilji fá fyrirframborgað af öllu.

„Í Hollywood eru það leikararnir sem greiða umboðsmönnunum. Ég greiði þeim ekki neitt. Af hverju þarf ég að gera það í fótboltanum?“ spyr De Laurentiis sem einnig er kvikmyndaframleiðandi.

„Umboðsmenn eru krabbamein fótboltans. Ekki allir umboðsmenn samt en ég skil samt ekki af hverju leikmenn þurfa umboðsmenn.“

Stjórnarformaður umboðsmannasamtakanna, Mel Stein, segir að það sama megi segja um eigendur og stjórnarformenn félaga.

„Það er vont fólk alls staðar en það má ekki kalla umboðsmenn krabbamein. Við viljum hreinsa upp þar sem þarf hjá okkur og teljum okkur vita hvar þarf að gera það,“ sagði Stein.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×