Fótbolti

„Konur eiga að vera við eldavélina“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Koubek hefur spilað tvo landsleiki fyrir Tékka.
Koubek hefur spilað tvo landsleiki fyrir Tékka. vísir/getty
Tékkneski markvörðurinn Thomas Koubek hefur beðist afsökunar á niðrandi ummælum um kvenkynsaðstoðardómara á dögunum.

Koubek spilar með Sparta Prag í heimalandinu og var ekki ánægður með konuna á línunni er hún missti af rangstöðu í leik liðsins á dögunum. Andstæðingur Koubek var nokkrum metrum fyrir innan er hann skoraði sigurmark í uppbótartíma en það fór fram hjá aðstoðardómaranum.

„Konur eiga ekki að dæma karlafótbolta. Þær eiga að vera við eldavélina,“ sagði karlremban Koubek og eðlilega varð allt vitlaust.

Liðsfélagi hans, Lukas Vacha, bætti svo olíu á eldinn er hann kallaði aðstoðardómarann eldabusku.

Koubek sá að sér síðar og birti mynd af eiginkonu sinni og dóttur á Facebook og þar fylgdi með afsökunarbeiðni til allra kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×