Fótbolti

Balotelli talaði einu sinni við Klopp

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Balotelli í búningi Nice.
Balotelli í búningi Nice. vísir/getty
Mario Balotelli er byrjaður að skora mörk á nýjan leik en það virðist eiga afar vel við hann að spila með Nice í franska fótboltanum.

Þangað kom hann frítt frá Liverpool en enska félagið hafði engan áhuga á að tengjast honum lengur og gaf hann því bara til Frakklands.

Hann var í láni hjá AC Milan síðasta vetur en snéri svo aftur til æfinga hjá Liverpool í sumar. Þar talaði stjóri Liverpool. Jürgen Klopp, varla við hann.

„Klopp þekkir mig ekki. Ég talaði einu sinni við hann. Þá sagði hann mér að fara annað, leggja hart að mér og koma svo aftur. Þá kvaddi ég félagið og sagði að við myndum ekki sjást aftur,“ sagði Balotelli.

Ítalinn segir að AC Milan og Liverpool hafi ekki hentað honum lengur.

„Það er ekki neinum að kenna. Umhverfið hjá félögunum bara hentar mér ekki. Ég gerði engin mistök í leik mínum eða með minni hegðun. Ég meiddist og það er eitthvað sem ég ræð ekki við.“

Hann er búinn að skora sex mörk í fimm leikjum fyrir Nice og næla sér í eitt rautt spjald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×