Áður höfðu þeir Birkir Bjarnason, Gylfi Þór Sigurðsson, Jón Daði Böðvarsson og Arnór Ingvi Traustason skorað fyrir íslenska liðið á EM í Frakklandi.
Sex leikmenn hafa skorað þessi sex mörk íslenska liðsins en þeir eru allir auðvitað að keppa á sínu fyrsta EM og sínu fyrsta stórmóti. 26 prósent af mönnunum í íslenska hópnum hafa því kynnst þeirri tilfinningu að skora á stóra sviðinu.
Birkir Bjarnason jafnaði metin á móti Portúgal, Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi yfir á móti Ungverjalandi, Jón Daði Böðvarsson kom Íslandi yfir á móti Austurríki og Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmarkið á móti Austurríki.
Ragnar Sigurðsson jafnaði metin á móti Englandi í sextán liða úrslitunum og Kolbeinn Sigþórsson kom íslenska liðinu síðan yfir.
Það eru aðeins Belgar sem hafa eignast fleiri markaskorara á Evrópumótinu til þessa en sjö Belgíumenn hafa skorað á EM í Frakklandi.
Belgarnir sem hafa skorað eru þeir: Romelu Lukaku (2 mörk), Toby Alderweireld, Michy Batshuayi, Yannick Carrasco, Eden Hazard, Radja Nainggolan og Axel Witsel.
Heimsmeistarar Þjóverja eru síðan í þriðja sæti með fimm markaskorara. Þjóðverjarnir sem hafa skorað eru Mario Gómez (2 mörk), Jérôme Boateng, Julian Draxler, Shkodran Mustafi og Bastian Schweinsteiger.
Mark númer 2 Gylfi Þór SigurðssonBIRKIR BJARNASON!
— Síminn (@siminn) June 14, 2016
1-1#EMÍsland pic.twitter.com/Ugbg3XCees
Mark númer 3 Jón Daði BöðvarssonGYLFI ÞÓR SIGURÐSSON! 1-0 fyrir Íslandi! #EMÍsland #ISL #HUN https://t.co/OxotGBqTji
— Síminn (@siminn) June 18, 2016
Mark númer 4 Arnór Ingvi TrautasonJÓN DAÐI! JÓN DAÐI! JÓN DAÐI! 1-0! #EMÍsland #ISL #AUS https://t.co/Zrzekjptj1
— Síminn (@siminn) June 22, 2016
Mark númer 5 Ragnar Sigurðsson16 LIÐA ÚRSLIT! 2-1!!
— Síminn (@siminn) June 22, 2016
ÞVÍLÍKUR ÁRANGUR!#ISL #ISL #ISL #ISL #ISL https://t.co/qnc1XGbz1p
Mark númer 6 Kolbeinn SigþórssonJÁ! NÓG eftir af þessum leik sagði @GummiBen og Ragnar Sigurðsson sannar það! ÞVÍLÍKT MARK! #EMÍsland #ISL #ENG https://t.co/MpAY8VabVE
— Síminn (@siminn) June 27, 2016
ÞETTA ER ÓTRÚLEGT! 2-1 fyrir Íslandi! Kolbeinn Sigþórsson! #EMÍsland https://t.co/HDrKzzXrMy
— Síminn (@siminn) June 27, 2016